Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, voru formenn átakshópsins. vísir/vilhelm Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það. Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það.
Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09