Tvær framlengingar í Dominos-deild kvenna: Baráttan um úrslitakeppni harðnar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2019 21:17 Danielle var frábær í spennutrylli í kvöld. vísir/getty Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum