Svekkjandi leiðarlok á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson fær óblíðar móttökur frá José Toledo í leik Íslands og Brasilíu í Köln í gær. Hafnfirðingurinn skoraði tvö mörk. NORDICPHOTOS/GETTY Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira