Skúli fógeti loki hótelinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Forstöðumaður Minjastofnunar sagði stofnuna geta fært styttuna af Skúla fógeta fyrir inngang hótelsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. Ágreiningur hefur verið um fyrirhugaðan inngang hótelsins og viðraði forstjórinn möguleikann á að beita styttunni með þessum hætti á fundi með fulltrúum Lindarvatns um inngangságreininginn sem haldinn var í lok október. Er ummælanna getið í fundargerð um fundinn. „Hún virðist aðallega vera að láta okkur vita af því að hún geti gripið til þessa ráðs ef við færum ekki innganginn eins og hún óskar eftir,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, og furðar sig á því að forstöðumaður ríkisstofnunar geti viðhaft ummæli sem þessi og veltir fyrir sér hvort þetta sé til marks um vandaða stjórnsýsluhætti. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málefni Víkurgarðs þegar Fréttablaðið óskaði viðbragða hennar. Hún vísaði til skyndifriðunar sem stofnunin lagði á þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingareits Lindarvatns vegna hins fyrirhugaða inngangs og sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en að skyndifriðun lokinni. Þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að gera grein fyrir efni fréttarinnar baðst hún undan upplýsingum þar að lútandi. „Veistu mig langar ekki að vita það og ég ætla ekki að tjá mig um það.“Minjastofnun neitar að taka við sáttaboðum Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir að eftir að Minjastofnun skyndifriðaði þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingarreits félagsins á Landsímareitnum hafi félagið reynt að verða við ýtrustu kröfum Minjastofnunar um að færa inngang fyrirhugaðrar hótelbyggingar. „Við fórum með tillögu á fund Minjastofnunar núna 14. janúar sem er alveg eins og krafan sem Minjastofnun bar upp á fundinum í október þegar þau báðu um að þessi inngangur yrði færður og settur inn í horn garðsins. Við töldum að við værum að fallast á þeirra ýtrustu kröfur en í staðinn fyrir að þessu væri vel tekið var okkur eiginlega vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki við erindinu og sagðist ekki vilja tjá sig um það að neinu leyti.“ Jóhannes segir umræðuna um nýtingu garðsins hina undarlegustu og Minjastofnun sé í rauninni að taka sér ákveðið skipulagsvald, hún sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem fari með skipulagsvaldið. „Minjastofnun vill að það verði þarna aftur kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt að það eigi að girða hann af, leggst gegn því að torgið verði notað undir matarmarkað og veitingasöluvagna og vill helst bægja mannlífi frá garðinum en það er í algjöru ósamræmi við skipulagið þarna af því að það kveður á um að þarna eigi að vera lifandi opið svæði og fólk geti setið þarna úti á góðviðrisdögum og notið borgarinnar.“ Skyndifriðunin er í gildi til 18. febrúar og gæti endað á borði mennta- og menningarmálaráðherra, óski Minjastofnun eftir því að svæðið verði friðað. „Málið er hjá Minjastofnun núna og gæti komið til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það að svo stöddu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Víkurgarður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira