Land Rover-jeppinn sem leitað var er fundinn og eru eigendurnir himinlifandi. Um er að ræða Land Rover Discovery sem var stolið frá Bjarnarstíg á Skólavörðuholti aðfaranótt þriðjudags en lögreglan fann bílinn í Breiðholti í nótt.
Soffía Sigurgeirsdóttir, annar eigandi bílsins, segir bílinn hafa verið mannlausan þegar lögreglan kom að honum en einhverjir liggja undir grun um að hafa stolið honum. Hún segir að við fyrstu sýn virðist bíllinn ekki mikið skemmdur.
Eigendur bílsins lofuðu 200 þúsund krónum í fundarlaun fyrir bílinn í gær en Soffía segir að ekki hafi komið til greiðslu þeirra launa þar sem lögreglan fann bílinn.
Jeppinn fannst í Breiðholti

Tengdar fréttir

Heita fundarlaunum fyrir stolna Land Rover jeppann
Eigendur Land Rover jeppa, sem stolið var frá Bjarnarstíg á Skólavörðuholti í Reykjavík aðfaranótt gærdagsins, hafa heitið fundarlaunum fyrir bílinn.