Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 09:56 Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Vísir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30, í beinni útsendingu venju samkvæmt. Bergþór skrifaði grein í Morgunblaðið í dag varðandi endurkomu sína á þing. Bergþór og Gunnar Bragi voru á meðal þingmanna Miðflokksins sem ræddu sín á milli á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtal þingmannanna upp eins og frægt er orðið. „Í kosningunum haustið 2017 var ég kjörinn á þing og í þingstörfum mínum hef ég reynt að berjast fyrir hagsmunum fólksins í því kjördæmi sem ég tilheyri og fyrir þeirri stefnu sem flokkur minn byggist á. Ég hyggst gera þetta áfram eftir bestu getu,“ sagði Bergþór meðal annars í grein sinni í morgun. Verst hafi honum fundist að heyra í sjálfum sér en setur um leið stór spurningamerki við upptökuna og lögmæti hennar.Bergþór mætir í þinghúsið í morgun.Vísir/VilhelmBiðst fyrirgefningar enn á ný Gunnar Bragi talar á svipuðum nótum í yfirlýsingu til fjölmiðla í morgun. Hann minnir á að hann hafi verið kosinn á Alþingi af fjölda fólks og gagnvart kjósendum beri hann ríkar skyldur. „Í kjölfar óviðeigandi og særandi orða og ólögmætrar upptöku á þeim þá tók ég þá ákvörðun að taka mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hlerunarmálið umtalaða komst í hámæli. Ég vildi skoða hug minn, safna kröftum og ræða síðan við bakland mitt. Ég iðrast og hef beðist fyrirgefningar á orðum mínum og geri það enn á ný. Ég hef leitað ráðgjafar og um leið notið mikils skilnings og stuðnings ættingja, vina og félaga innan flokks og utan. Þakka ég þeim hvatninguna og traustið.“Gunnar Bragi á þingfundinum sem hófst klukkan 10:30.Vísir/VilhelmÞakkar hvatninguna Gunnar Bragi segir Miðflokkinn hafa gefið sér það svigrúm sem hann hafi óskað eftir og hvorki hvatt sig né latt til að flýta endurkomunni. „Vel má skilja það hlutleysi sem vísbendingu um að hvorki ég né aðrir væru ómissandi fyrir flokkinn og undir það tek ég heilshugar. Ég var á hinn bóginn kosinn til starfa á Alþingi af fjölda fólks og gagnvart því ber ég ríkar skyldur. Þær vildi ég að sjálfsögðu rækja á nýjan leik í fyllingu tímans. Þakka ég þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa sett sig í samband við mig og minnt mig á þessar skyldur mínar og hvatt mig til starfa.“ Stundum séu ákvarðanir nánast teknar fyrir mann. „Fremur óvænt – en samt ekki - blasir svarið við því hvenær rétt sé að snúa til baka. Fyrstu dagar þingfunda á nýju ári, og framganga forseta Alþingis að undanförnu, er með þeim hætti að annað er óhjákvæmilegt en að nýta sér allan rétt til þess að vera inni á þeim leikvelli þar sem að mér er sótt og svara fyrir mig á þeim vettvangi en ekki utan hans. Þess vegna mæti ég á nýjan leik til starfa minna á Alþingi í dag.“Bergþór á þingfundinum í morgun.Vísir/VilhelmVill verjast ágjöfinni Bergþór hefur einnig sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist sömuleiðis verða að taka sér stöðu svo hann geti varið sig. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun að taka sér leyfi í kjölfar „óvarlegra orða minna, ólögmætrar upptöku á þeim, fjölmiðlaumfjöllunar og vandlætingar í samfélaginu“. „Endurmat af þessu tagi þarf sinn tíma og hann ætlaði ég að taka mér. Í ljósi þeirra spjóta sem á mér stóðu strax á fyrstu dögum Alþingis, eftir að það kom saman á nýju ári, tel ég hins vegar óhjákvæmilegt að flýta för minni og taka mér stöðu þar sem ég get í senn varist ágjöfinni og haldið áfram að sinna þeim verkefnum sem mér hefur verið trúað fyrir.“ Þá segir Bergþór mikilvægt að störf Alþingis „komist í eðlilegan farveg sem allra fyrst í stað pólitískra hjaðningavíga enda þótt sumum þyki sóknarfæri á þeim vettvangi“. Hann muni leggja sitt af mörkum til að þingstörfin verði málefnaleg en ekki persónuleg og vonast til þess að aðrir muni leggja sig fram um slíkt hið sama.Fréttin var uppfærð klukkan 10:26 með tilkynningu Bergþórs og svo aftur klukkan 10:56 með myndum úr Alþingishúsinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30, í beinni útsendingu venju samkvæmt. Bergþór skrifaði grein í Morgunblaðið í dag varðandi endurkomu sína á þing. Bergþór og Gunnar Bragi voru á meðal þingmanna Miðflokksins sem ræddu sín á milli á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtal þingmannanna upp eins og frægt er orðið. „Í kosningunum haustið 2017 var ég kjörinn á þing og í þingstörfum mínum hef ég reynt að berjast fyrir hagsmunum fólksins í því kjördæmi sem ég tilheyri og fyrir þeirri stefnu sem flokkur minn byggist á. Ég hyggst gera þetta áfram eftir bestu getu,“ sagði Bergþór meðal annars í grein sinni í morgun. Verst hafi honum fundist að heyra í sjálfum sér en setur um leið stór spurningamerki við upptökuna og lögmæti hennar.Bergþór mætir í þinghúsið í morgun.Vísir/VilhelmBiðst fyrirgefningar enn á ný Gunnar Bragi talar á svipuðum nótum í yfirlýsingu til fjölmiðla í morgun. Hann minnir á að hann hafi verið kosinn á Alþingi af fjölda fólks og gagnvart kjósendum beri hann ríkar skyldur. „Í kjölfar óviðeigandi og særandi orða og ólögmætrar upptöku á þeim þá tók ég þá ákvörðun að taka mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hlerunarmálið umtalaða komst í hámæli. Ég vildi skoða hug minn, safna kröftum og ræða síðan við bakland mitt. Ég iðrast og hef beðist fyrirgefningar á orðum mínum og geri það enn á ný. Ég hef leitað ráðgjafar og um leið notið mikils skilnings og stuðnings ættingja, vina og félaga innan flokks og utan. Þakka ég þeim hvatninguna og traustið.“Gunnar Bragi á þingfundinum sem hófst klukkan 10:30.Vísir/VilhelmÞakkar hvatninguna Gunnar Bragi segir Miðflokkinn hafa gefið sér það svigrúm sem hann hafi óskað eftir og hvorki hvatt sig né latt til að flýta endurkomunni. „Vel má skilja það hlutleysi sem vísbendingu um að hvorki ég né aðrir væru ómissandi fyrir flokkinn og undir það tek ég heilshugar. Ég var á hinn bóginn kosinn til starfa á Alþingi af fjölda fólks og gagnvart því ber ég ríkar skyldur. Þær vildi ég að sjálfsögðu rækja á nýjan leik í fyllingu tímans. Þakka ég þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa sett sig í samband við mig og minnt mig á þessar skyldur mínar og hvatt mig til starfa.“ Stundum séu ákvarðanir nánast teknar fyrir mann. „Fremur óvænt – en samt ekki - blasir svarið við því hvenær rétt sé að snúa til baka. Fyrstu dagar þingfunda á nýju ári, og framganga forseta Alþingis að undanförnu, er með þeim hætti að annað er óhjákvæmilegt en að nýta sér allan rétt til þess að vera inni á þeim leikvelli þar sem að mér er sótt og svara fyrir mig á þeim vettvangi en ekki utan hans. Þess vegna mæti ég á nýjan leik til starfa minna á Alþingi í dag.“Bergþór á þingfundinum í morgun.Vísir/VilhelmVill verjast ágjöfinni Bergþór hefur einnig sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist sömuleiðis verða að taka sér stöðu svo hann geti varið sig. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun að taka sér leyfi í kjölfar „óvarlegra orða minna, ólögmætrar upptöku á þeim, fjölmiðlaumfjöllunar og vandlætingar í samfélaginu“. „Endurmat af þessu tagi þarf sinn tíma og hann ætlaði ég að taka mér. Í ljósi þeirra spjóta sem á mér stóðu strax á fyrstu dögum Alþingis, eftir að það kom saman á nýju ári, tel ég hins vegar óhjákvæmilegt að flýta för minni og taka mér stöðu þar sem ég get í senn varist ágjöfinni og haldið áfram að sinna þeim verkefnum sem mér hefur verið trúað fyrir.“ Þá segir Bergþór mikilvægt að störf Alþingis „komist í eðlilegan farveg sem allra fyrst í stað pólitískra hjaðningavíga enda þótt sumum þyki sóknarfæri á þeim vettvangi“. Hann muni leggja sitt af mörkum til að þingstörfin verði málefnaleg en ekki persónuleg og vonast til þess að aðrir muni leggja sig fram um slíkt hið sama.Fréttin var uppfærð klukkan 10:26 með tilkynningu Bergþórs og svo aftur klukkan 10:56 með myndum úr Alþingishúsinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira