Stefnt að því að hækka bæði framfærslu og frítekjumark hjá LÍN Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:03 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr fyrir svörum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00