Kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti aftur til vinnu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira