Halda formannsálagi í þingflokki í undirstærð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. janúar 2019 06:15 Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun halda 50 prósenta álagi á þingfararkaup þrátt fyrir að tveir af fjórum þingmönnum flokksins hafi verið reknir úr honum. Í lögum um þingfararlaun er mælt fyrir um að alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hlotið hafa að minnsta kosti þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherra, fái greitt 50 prósenta álag á þingfararkaup. Þessi aukagreiðsla nam 551 þúsund krónum hjá Ingu Sæland í nóvember síðastliðnum. Hún var þá með samtals 1.652 þúsund krónur í mánaðarlaun. Flokkur fólksins fékk eins og kunnugt er fjóra þingmenn kjörna í kosningunum haustið 2017, þar með talda Ingu Sæland, formann flokksins. Auk hennar náðu kjöri þeir Guðmundur Ingi Kristinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Tveir þeir síðarnefndu voru reknir nauðugir úr Flokki fólksins í lok nóvember síðastliðins í uppgjöri eftir Klausturmálið svokallaða.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Fréttablaðið/Sigtryggur AriAðspurður hvort þessi fækkun á þingmönnum Flokks fólksins hafi orðið til þess að 50 prósenta álagið sem formaður flokksins nýtur samkvæmt fyrrnefndum lögum hafi verið tekið af henni svarar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að greiðslurnar hafi ekki verið endurskoðaðar. „Flokkurinn var kosinn inn með fjórum mönnum og starfar sem þingflokkur í skilningi þingskapa,“ segir Helgi. Í þingskaparlögum er kveðið á um að minnst þrjá þingmenn þurfi til að mynda þingflokk. Helgi vísar hins vegar til þeirrar greinar laganna sem kveður á um að tveir þingmenn geti myndað þingflokk hafi verið til hans stofnað strax að loknum kosningum og þingmennirnir séu af lista sama flokks eða samtaka. Þetta á þá við um þau Ingu Sæland og Guðmund Inga. Öðru máli gildir um Ólaf og Karl Gauta sem geta ekki stofnað eigin þingflokk aðeins tveir saman. Þar til þeir voru reknir var Ólafur formaður þingflokks Flokks fólksins. Sem slíkur fékk hann aukalega 165 þúsund króna álagsgreiðslu. Þessi upphæð hefur nú færst yfir til Guðmundar Inga sem tekinn er við sem þingflokksformaður og þingfararkaup hans hefur þar með hækkað úr 1.101 þúsund krónum á mánuði í 1.266 þúsund. Laun Ólafs lækka að sama skapi. „Nei, ég man ekki eftir fordæmi,“ svarar skrifstofustjóri Alþingis aðspurður hvort fordæmi séu fyrir þeirri stöðu sem lýst var hér að framan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun halda 50 prósenta álagi á þingfararkaup þrátt fyrir að tveir af fjórum þingmönnum flokksins hafi verið reknir úr honum. Í lögum um þingfararlaun er mælt fyrir um að alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hlotið hafa að minnsta kosti þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherra, fái greitt 50 prósenta álag á þingfararkaup. Þessi aukagreiðsla nam 551 þúsund krónum hjá Ingu Sæland í nóvember síðastliðnum. Hún var þá með samtals 1.652 þúsund krónur í mánaðarlaun. Flokkur fólksins fékk eins og kunnugt er fjóra þingmenn kjörna í kosningunum haustið 2017, þar með talda Ingu Sæland, formann flokksins. Auk hennar náðu kjöri þeir Guðmundur Ingi Kristinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Tveir þeir síðarnefndu voru reknir nauðugir úr Flokki fólksins í lok nóvember síðastliðins í uppgjöri eftir Klausturmálið svokallaða.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Fréttablaðið/Sigtryggur AriAðspurður hvort þessi fækkun á þingmönnum Flokks fólksins hafi orðið til þess að 50 prósenta álagið sem formaður flokksins nýtur samkvæmt fyrrnefndum lögum hafi verið tekið af henni svarar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að greiðslurnar hafi ekki verið endurskoðaðar. „Flokkurinn var kosinn inn með fjórum mönnum og starfar sem þingflokkur í skilningi þingskapa,“ segir Helgi. Í þingskaparlögum er kveðið á um að minnst þrjá þingmenn þurfi til að mynda þingflokk. Helgi vísar hins vegar til þeirrar greinar laganna sem kveður á um að tveir þingmenn geti myndað þingflokk hafi verið til hans stofnað strax að loknum kosningum og þingmennirnir séu af lista sama flokks eða samtaka. Þetta á þá við um þau Ingu Sæland og Guðmund Inga. Öðru máli gildir um Ólaf og Karl Gauta sem geta ekki stofnað eigin þingflokk aðeins tveir saman. Þar til þeir voru reknir var Ólafur formaður þingflokks Flokks fólksins. Sem slíkur fékk hann aukalega 165 þúsund króna álagsgreiðslu. Þessi upphæð hefur nú færst yfir til Guðmundar Inga sem tekinn er við sem þingflokksformaður og þingfararkaup hans hefur þar með hækkað úr 1.101 þúsund krónum á mánuði í 1.266 þúsund. Laun Ólafs lækka að sama skapi. „Nei, ég man ekki eftir fordæmi,“ svarar skrifstofustjóri Alþingis aðspurður hvort fordæmi séu fyrir þeirri stöðu sem lýst var hér að framan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira