Telja sig vera að halda fjölmennasta þorrablót allra tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2019 14:00 Undirbúningur í Egilshöll er í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur Þorrablótsins í Grafarvogi, sem fram fer í Egilshöll annað kvöld, segja blótið það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi og „þá væntanlega í heiminum öllum“. Blótið er eitt fjölmargra sem fram fara um helgina en Þorrinn hófst í dag á Bóndadaginn. Ýmsir hafa tekið forskot á sæluna og blótuðu ÍR-ingar til dæmis um síðustu helgi og Keflvíkingar helgina á undan. Í kvöld blása svo fjölmargir til þorrablóts og má nefna Stjörnuna í Garðabæ og Kópavogsblótið sem íþróttafélögin í bæjarfélaginu standa saman að. Jósep Grímsson, einn skipuleggjanda Þorrablótsins í Grafarvogi sem haldið er í níunda skipti, segir rúmlega 1200 manns mæta í mat á blótið annað kvöld. „Miðasala fór af stað 15. október og óhætt er að fullyrða að það hafi aldrei verið glæsilegra, því allir 800 miðarnir sem í boði voru seldust upp á þemur klukkutímum og fljótlega var kominn nokkur hundruð manna biðlisti. Þorrablótsnefndin brást strax við og sótti um að fá að halda blótið í Egilshöllinni, en það hús er tvöfalt stærra en íþróttahúsið við Dalhús, þar sem blótið hefur verið haldið undanfarin ár. Leyfið fékkst og þorrablótið í ár verður því það stærsta sem haldið hefur verið í heiminum,“ segir Jósep.Veislustjóri Kópavogsblótsins er Jón Jónsson. Guðni Ágústsson er ræðumaður kvöldsins og Ari Eldjárn verður með uppistand.Vísir/vilhelm1200 manns líka í Kópavogi En bíðum við, í Kópavoginum sameina þrjú félög krafta sína og líka von á fjölda manns. „Við eigum von á 1200 manns í mat,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri HK. Kópavogsfélögin þrjú HK, Breiðablik og Gerpla leiða saman hesta sína á sögulegu blóti. „Þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þorrablót í Kópavoginum, svona stórt. Miðasalan gekk þannig að það varð uppselt á tíu tímum,“ segir Hanna Carla. Það hafi komið skemmtilega á óvart. „Fyrsti fundurinn sem við framkvæmdastjórararnir áttum var í september. Þá vorum við að binda vonir við 600 manns. Þetta fór vonum framar. Við hefðum getað haldið annað blót daginn eftir,“ segir Hanna Carla. Blótið verður í íþróttasalnum í Kópavogi. „Þetta er fyrst og fremst til að draga Kópavogsbúa saman og njóta kvöldsins. Hitt er algjört aukaatriði,“ segir Hanna Carla um hvort um mikla fjáröflun sé að ræða fyrir félögin. Greinilegt er á öllu að vinsældir þorrablótanna eru á mikilli uppleið.Frá Þorrablóti Vesturbæjar í fyrra.MYNDIR/ERLING Ó. AÐALSTEINSSONBlótað í Garðabæ í sextánda skipti „Fyrstu árin vorum við að ströggla með að ná 200 til 300 manns en fjögur síðustu ár hefur verið stöðug aukning,“ segir Jósep í Grafarvoginum. Vesturbæingar í Reykjavík blóta annað kvöld þriðja árið í röð. Þar renndu skipuleggjendur blint í sjóinn fyrir tveimur árum en seldu svo sex hundruð miða á innan við sólarhring. Að loknum mat og skemmtiatriðum er svo víðast hvar opnað fyrir fleiri gesti sem vilja kíkja á ballið. Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi segir Garðbæinga brautryðjendur þegar komi að þessum stórum þorrablótum. Þorrablót Stjörnunnar fer fram í sextánda skipti í kvöld. Svo vinsælt hefur blótið verið í Garðabænum að miðalausir íbúar hafa verið mjög ósáttir. Þar virðist alltaf vera stuð, svo mikið að lögfræðingur í Garðabænum fékk flugferð. Betur fór en á horfðist. Langflest blótanna á höfuðborgarsvæðinu fá þorramatinn sinn úr Múlakaffi en Jóhannes var til viðræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann verður í Garðabænum og Kópavoginum í kvöld og svo hjá KR-ingum og Fjölnismönnum á morgun. Þá er ónefnt Herrakvöld Fylkis sem fram fer í kvöld 29. árið í röð. Þar verður blótað eins og annars staðar en fleiri hundruð manns hafa mætt í Árbæinn undanfarna þrjá áratugi.Uppfært klukkan 17:04: Jósep Grímsson segir 1229 staðfesta í mat á Þorrablótið í Grafarvogi. Þorrablót Tengdar fréttir Átta hundruð eldhressir Vesturbæingar í miklu stuði á þorrablóti 800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. 29. janúar 2018 11:30 Íbúar í Flóahreppi fara alla leið þegar þorrablótin eru annars vegar Metnaðurinn er mikill hjá íbúum á Flóahreppi. 4. febrúar 2018 21:32 Skagamenn stútfylltu dansgólfið á þorrablóti Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. 23. janúar 2018 14:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Skipuleggjendur Þorrablótsins í Grafarvogi, sem fram fer í Egilshöll annað kvöld, segja blótið það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi og „þá væntanlega í heiminum öllum“. Blótið er eitt fjölmargra sem fram fara um helgina en Þorrinn hófst í dag á Bóndadaginn. Ýmsir hafa tekið forskot á sæluna og blótuðu ÍR-ingar til dæmis um síðustu helgi og Keflvíkingar helgina á undan. Í kvöld blása svo fjölmargir til þorrablóts og má nefna Stjörnuna í Garðabæ og Kópavogsblótið sem íþróttafélögin í bæjarfélaginu standa saman að. Jósep Grímsson, einn skipuleggjanda Þorrablótsins í Grafarvogi sem haldið er í níunda skipti, segir rúmlega 1200 manns mæta í mat á blótið annað kvöld. „Miðasala fór af stað 15. október og óhætt er að fullyrða að það hafi aldrei verið glæsilegra, því allir 800 miðarnir sem í boði voru seldust upp á þemur klukkutímum og fljótlega var kominn nokkur hundruð manna biðlisti. Þorrablótsnefndin brást strax við og sótti um að fá að halda blótið í Egilshöllinni, en það hús er tvöfalt stærra en íþróttahúsið við Dalhús, þar sem blótið hefur verið haldið undanfarin ár. Leyfið fékkst og þorrablótið í ár verður því það stærsta sem haldið hefur verið í heiminum,“ segir Jósep.Veislustjóri Kópavogsblótsins er Jón Jónsson. Guðni Ágústsson er ræðumaður kvöldsins og Ari Eldjárn verður með uppistand.Vísir/vilhelm1200 manns líka í Kópavogi En bíðum við, í Kópavoginum sameina þrjú félög krafta sína og líka von á fjölda manns. „Við eigum von á 1200 manns í mat,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri HK. Kópavogsfélögin þrjú HK, Breiðablik og Gerpla leiða saman hesta sína á sögulegu blóti. „Þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þorrablót í Kópavoginum, svona stórt. Miðasalan gekk þannig að það varð uppselt á tíu tímum,“ segir Hanna Carla. Það hafi komið skemmtilega á óvart. „Fyrsti fundurinn sem við framkvæmdastjórararnir áttum var í september. Þá vorum við að binda vonir við 600 manns. Þetta fór vonum framar. Við hefðum getað haldið annað blót daginn eftir,“ segir Hanna Carla. Blótið verður í íþróttasalnum í Kópavogi. „Þetta er fyrst og fremst til að draga Kópavogsbúa saman og njóta kvöldsins. Hitt er algjört aukaatriði,“ segir Hanna Carla um hvort um mikla fjáröflun sé að ræða fyrir félögin. Greinilegt er á öllu að vinsældir þorrablótanna eru á mikilli uppleið.Frá Þorrablóti Vesturbæjar í fyrra.MYNDIR/ERLING Ó. AÐALSTEINSSONBlótað í Garðabæ í sextánda skipti „Fyrstu árin vorum við að ströggla með að ná 200 til 300 manns en fjögur síðustu ár hefur verið stöðug aukning,“ segir Jósep í Grafarvoginum. Vesturbæingar í Reykjavík blóta annað kvöld þriðja árið í röð. Þar renndu skipuleggjendur blint í sjóinn fyrir tveimur árum en seldu svo sex hundruð miða á innan við sólarhring. Að loknum mat og skemmtiatriðum er svo víðast hvar opnað fyrir fleiri gesti sem vilja kíkja á ballið. Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi segir Garðbæinga brautryðjendur þegar komi að þessum stórum þorrablótum. Þorrablót Stjörnunnar fer fram í sextánda skipti í kvöld. Svo vinsælt hefur blótið verið í Garðabænum að miðalausir íbúar hafa verið mjög ósáttir. Þar virðist alltaf vera stuð, svo mikið að lögfræðingur í Garðabænum fékk flugferð. Betur fór en á horfðist. Langflest blótanna á höfuðborgarsvæðinu fá þorramatinn sinn úr Múlakaffi en Jóhannes var til viðræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann verður í Garðabænum og Kópavoginum í kvöld og svo hjá KR-ingum og Fjölnismönnum á morgun. Þá er ónefnt Herrakvöld Fylkis sem fram fer í kvöld 29. árið í röð. Þar verður blótað eins og annars staðar en fleiri hundruð manns hafa mætt í Árbæinn undanfarna þrjá áratugi.Uppfært klukkan 17:04: Jósep Grímsson segir 1229 staðfesta í mat á Þorrablótið í Grafarvogi.
Þorrablót Tengdar fréttir Átta hundruð eldhressir Vesturbæingar í miklu stuði á þorrablóti 800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. 29. janúar 2018 11:30 Íbúar í Flóahreppi fara alla leið þegar þorrablótin eru annars vegar Metnaðurinn er mikill hjá íbúum á Flóahreppi. 4. febrúar 2018 21:32 Skagamenn stútfylltu dansgólfið á þorrablóti Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. 23. janúar 2018 14:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Átta hundruð eldhressir Vesturbæingar í miklu stuði á þorrablóti 800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. 29. janúar 2018 11:30
Íbúar í Flóahreppi fara alla leið þegar þorrablótin eru annars vegar Metnaðurinn er mikill hjá íbúum á Flóahreppi. 4. febrúar 2018 21:32
Skagamenn stútfylltu dansgólfið á þorrablóti Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. 23. janúar 2018 14:45