Fótbolti

Martins lánaður til Mónakó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gelson Martins
Gelson Martins vísir/getty
Portúgalski landsliðsmaðurinn Gelson Martins hefur verið lánaður frá Atletico Madrid til Mónakó en hann fer þar með úr toppbaráttunni í La Liga í botnbaráttuna í Ligue 1.

Hvorki hefur gengið né rekið hjá Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni í vetur en liðið situr nú í næstneðsta sæti deildarinnar og er þremur stigum frá öruggu sæti þrátt fyrir að leikmenn á borð við Radamel Falcao, Youri Tielemans og Nacer Chadli skipi leikmannahóp liðsins.

Atletico Madrid endaði á að greiða 30 milljónir evra fyrir Martins þegar hann kom til félagsins frá Sporting Lissabon síðasta sumar. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í spænsku höfuðborginni og hefur aðeins komið við sögu í 8 leikjum í La Liga í vetur.

Eins og fyrr segir berst Mónakó fyrir lífi sínu í frönsku úrvalsdeildinni en félagið hefur nýtt félagaskiptagluggann til að ná í leikmenn á borð við Cesc Fabregas og Naldo.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×