Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga Heimsljós kynnir 28. janúar 2019 13:45 Nemendur Milimbo grunnskólans. Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví og flestum nemendunum var kennt undir trjám á skólalóðinni. Nú eru aðstæðurnar aðrar og betri: Allir nemendur skólans eru komnir undir þak, átján kennslustofur komnar í gagnið, námsárangurinn er betri og brottfall nemenda hefur nánast horfið, hefur farið úr 20 prósent í tæplega tvö prósent. Skýringin á þessum umskiptum í Milimbo skólanum er stuðningur héraðsyfirvalda í Mangochi við skólann gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Menntun er einn lykilþátta í samstarfi Íslendinga og héraðsstjórnarinnar, tólf grunnskólar fá sérstakan stuðning og Milimbo skólinn er einn þeirra. Stuðningurinn nær ekki aðeins til ytri búnaðar eins og byggingu skólastofa, kaupa á skólaborðum og stólum og bæta salernisaðstöðu, heldur einnig til þjálfunar kennara og kaupa á námsbókum. Þá fá nemendur skólans máltíð á hverjum degi en Íslendingar hafa um langt árabil stutt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna við að koma upp heimaræktuðum skólamáltíðum fyrir malavíska nemendur. Mæður barnanna sjá um þá þjónustu í sjálfboðaliðastarfi. Í tilefni af heimsókn formanns og annars varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis stigu fulltrúar foreldra og skólastjórnarinnar fram og þökkuðu af hjartans einlægni fyrir ómetanlega stuðning við æsku Malaví. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti lýstu báðir þingmennirnir yfir mikilli ánægju með framfarirnar í skólanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví og flestum nemendunum var kennt undir trjám á skólalóðinni. Nú eru aðstæðurnar aðrar og betri: Allir nemendur skólans eru komnir undir þak, átján kennslustofur komnar í gagnið, námsárangurinn er betri og brottfall nemenda hefur nánast horfið, hefur farið úr 20 prósent í tæplega tvö prósent. Skýringin á þessum umskiptum í Milimbo skólanum er stuðningur héraðsyfirvalda í Mangochi við skólann gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Menntun er einn lykilþátta í samstarfi Íslendinga og héraðsstjórnarinnar, tólf grunnskólar fá sérstakan stuðning og Milimbo skólinn er einn þeirra. Stuðningurinn nær ekki aðeins til ytri búnaðar eins og byggingu skólastofa, kaupa á skólaborðum og stólum og bæta salernisaðstöðu, heldur einnig til þjálfunar kennara og kaupa á námsbókum. Þá fá nemendur skólans máltíð á hverjum degi en Íslendingar hafa um langt árabil stutt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna við að koma upp heimaræktuðum skólamáltíðum fyrir malavíska nemendur. Mæður barnanna sjá um þá þjónustu í sjálfboðaliðastarfi. Í tilefni af heimsókn formanns og annars varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis stigu fulltrúar foreldra og skólastjórnarinnar fram og þökkuðu af hjartans einlægni fyrir ómetanlega stuðning við æsku Malaví. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti lýstu báðir þingmennirnir yfir mikilli ánægju með framfarirnar í skólanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent