Lífið

Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þá er komið á hreint hvenær Ísland keppi í Eurovision.
Þá er komið á hreint hvenær Ísland keppi í Eurovision.
64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. Ísland mun taka þátt í keppninni og mun okkar framlag heyrast á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu.

Netta Barzilai, fulltrúi Ísraels, vann Eurovision, með laginu Toy í vor og stóð keppnin á milli Netta og fulltrúa Kýpur, Eleni Foureira, sem flutti lagið Fuego. 

Keppnisdagarnir þrír verða þriðjudagurinn 14. maí, fimmtudagurinn 16. maí og aðalkvöldið verður laugardaginn 18. maí. Ísland er ekki með Dönum, Svíum og Norðmönnum í riðli sem ætti að teljast frekar slæm tíðindi.

Dregið var í riðla í beinni útsendingu rétt í þessu og má sjá útsendinguna hér að neðan. 

Svona lítur riðill Íslendinga út.
Ísland er með þessum þjóðum í riðli:

Slóveníu

Hvíta-Rússlandi

Tékklandi

Svartfjallalandi

Kýpur

Serbíu

Finnlandi

Póllandi

Ungverjalandi

Eistum

Portúgal

San Marínó

Georgíu

Ástralíu

Belgíu

Úkraínu

Grikkjum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×