Inga segir Ólaf vilja teikna hana sem vanhæfa grenjuskjóðu Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2019 11:28 Inga Sæland furðar sig á málflutningi síns fyrrum félaga, Ólafs Ísleifssonar. visir/vilhelm „Já, ég heyrði hvað hann sagði. Þú þekkir hann Ólaf minn og þú heyrðir að honum líður ekkert vel með þetta bull,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Ólafur Ísleifsson þingmaður, sem rekinn var úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni í kjölfar Klausturmálsins, var gestur Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu í gær. Þar hefur hann verið fastagestur en var settur á ís þar eftir Klausturmálið. En, hann var nú mættur eftir hlé og urðu fagnaðarfundir með honum og Pétri.Inga brast í grát og fundurinn í uppnámÓlafur lýsti því hvernig það kom til að þeir hefðu farið með Miðflokksmönnum á Klaustur bar. Þeir voru í nokkru uppnámi eftir fundi minnihlutans þar sem rætt var hvernig stilla ætti saman strengi sína gagnvart frumvarpi sem vitað var að yrði umdeilt: Lög um aðstoðarmenn þingflokkanna. Ólafur sagði frá því að reynt hafi verið að komast að sameiginlegri niðurstöðu þannig að enginn skæri sig úr og segðist vera á móti málinu en nyti engu að síður góðs af aðstoðarmönnunum. Ólafur segir að þegar Inga hafi gert sér grein fyrir því hvernig í málinu lægi hafi hún farið að skæla og viðstaddir hafi verið verulega slegnir út af laginu. Þá hafi hann hitt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins við kaffistandinn og Sigmundur hafi spurt hvort þeir ættu ekki bara að bregða sér á barinn og ræða það hvernig hlutirnir gengju fyrir sig í pólitíkinni? Sem varð úr og frægt er. Gengdarlaus sjálftaka fór fyrir brjóstið á Ingu Inga segir Ólaf hafa verið tafsandi í þessari frásögn sinni og ljóst að hann væri ekki með góða samvisku. En, hún neitar því ekki að hún hafi tárast á umræddum fundi. „Þegar ég sá fram á það hvað þetta kostaði, þegar ég fór að tala um að ég vildi ekki eyða þessu fjármagni í gengdarlausa sjálftöku, þá varð ég klökk. Af hverju ekki að veita þessu fé til þeirra sem minna mega sín. Þetta er svo óréttlátt gagnvart fólkinu okkar.“ Inga segist hafa beðið viðstadda afsökunar. „En ég gat ekki haldið aftur af tárunum. Sorglegt hvernig fjármunum almennings er forgangsraðað. En, neinei, nú eru þeir að reyna að draga það fram að ég sé einhver grenjuskjóða sem er ekki hæf í eitt eða neitt. En, hvað ætlaði hann að gera með Miðflokknum, þó ég væri á móti þessu. Fullur í einn og hálfan tíma. Átti það að leysa málið?“ Inga ætlar ekki að afsaka það frekar. Hún brennur fyrir þessum málum; hennar hjarta slær þar með þeim sem minna mega sín. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021. Tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins fær þrjá aðstoðarmenn á næstunni en þingmennirnir sem reknir voru úr flokknum fá enga aðstoð. 15. desember 2018 07:30 Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
„Já, ég heyrði hvað hann sagði. Þú þekkir hann Ólaf minn og þú heyrðir að honum líður ekkert vel með þetta bull,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Ólafur Ísleifsson þingmaður, sem rekinn var úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni í kjölfar Klausturmálsins, var gestur Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu í gær. Þar hefur hann verið fastagestur en var settur á ís þar eftir Klausturmálið. En, hann var nú mættur eftir hlé og urðu fagnaðarfundir með honum og Pétri.Inga brast í grát og fundurinn í uppnámÓlafur lýsti því hvernig það kom til að þeir hefðu farið með Miðflokksmönnum á Klaustur bar. Þeir voru í nokkru uppnámi eftir fundi minnihlutans þar sem rætt var hvernig stilla ætti saman strengi sína gagnvart frumvarpi sem vitað var að yrði umdeilt: Lög um aðstoðarmenn þingflokkanna. Ólafur sagði frá því að reynt hafi verið að komast að sameiginlegri niðurstöðu þannig að enginn skæri sig úr og segðist vera á móti málinu en nyti engu að síður góðs af aðstoðarmönnunum. Ólafur segir að þegar Inga hafi gert sér grein fyrir því hvernig í málinu lægi hafi hún farið að skæla og viðstaddir hafi verið verulega slegnir út af laginu. Þá hafi hann hitt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins við kaffistandinn og Sigmundur hafi spurt hvort þeir ættu ekki bara að bregða sér á barinn og ræða það hvernig hlutirnir gengju fyrir sig í pólitíkinni? Sem varð úr og frægt er. Gengdarlaus sjálftaka fór fyrir brjóstið á Ingu Inga segir Ólaf hafa verið tafsandi í þessari frásögn sinni og ljóst að hann væri ekki með góða samvisku. En, hún neitar því ekki að hún hafi tárast á umræddum fundi. „Þegar ég sá fram á það hvað þetta kostaði, þegar ég fór að tala um að ég vildi ekki eyða þessu fjármagni í gengdarlausa sjálftöku, þá varð ég klökk. Af hverju ekki að veita þessu fé til þeirra sem minna mega sín. Þetta er svo óréttlátt gagnvart fólkinu okkar.“ Inga segist hafa beðið viðstadda afsökunar. „En ég gat ekki haldið aftur af tárunum. Sorglegt hvernig fjármunum almennings er forgangsraðað. En, neinei, nú eru þeir að reyna að draga það fram að ég sé einhver grenjuskjóða sem er ekki hæf í eitt eða neitt. En, hvað ætlaði hann að gera með Miðflokknum, þó ég væri á móti þessu. Fullur í einn og hálfan tíma. Átti það að leysa málið?“ Inga ætlar ekki að afsaka það frekar. Hún brennur fyrir þessum málum; hennar hjarta slær þar með þeim sem minna mega sín.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021. Tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins fær þrjá aðstoðarmenn á næstunni en þingmennirnir sem reknir voru úr flokknum fá enga aðstoð. 15. desember 2018 07:30 Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021. Tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins fær þrjá aðstoðarmenn á næstunni en þingmennirnir sem reknir voru úr flokknum fá enga aðstoð. 15. desember 2018 07:30
Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00
Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu. 28. janúar 2019 21:22