Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Karl Lúðvíksson skrifar 29. janúar 2019 11:33 Fimmtudaginn 31.janúar næstkomandi klukkan 19.30 mun skemmtinefnd Stangveiðifélag Reykjavíkur ásamt samfélagsmiðlahópnum Villimenn halda opið hús fyrir unga veiðimenn/konur (14-25.ára). Þessi skemmtun verður haldin í húsakynnum Stangveiðifélagsins, á Rafstöðvavegi 14, og verða léttar veitingar í boði. Kynnt verða nokkur frábær veiðisvæði í næsta nágrenni við Reykjavík, bæði í lax- og silungsveiði. Einnig munu nokkrir reyndir veiðimenn miðla reynslu sinni af því að taka fyrstu skrefin í stangveiði. Villimenn munu kynna sýna starfsemi og sýna samantekt frá síðasta sumri svo menn verði enn spenntari fyrir komandi veiðitímabili. Haldið verður happdrætti í lok kvöldsins þar sem í boði eru glæsilegir vinningarnir frá Veiðihorninu, SVFR og Veiðikortinu. Meðal vinninga eru: • Sage Foundation flugustöng • Sage Spectrum fluguhjól • Rio Single Handed Spey flugulína • Veiðikort • Ýmis veiðileyfi í bæði lax- og silungsveiði. Ef þú ert, eða þekkir einhvern sem er, ungur/ung og hefur áhuga á veiði mælum við með þessum viðburði. Endilega látið unga og upprennandi veiðisnillinga vita af þessu. Dagskrá: Kl. 19.30: Húsið opnar Kl. 20.00: Kynning á SVFR og Veiðikortinu Kl. 20:15: Kynning á veiðisvæði Úlfarsá/Korpu Kl. 20:40: Gissur Karl frá Veiðihorninu heldur kynningu á flugulínum og öðrum búnaði Kl. 21.00: Stutt hlé Kl. 21.10: Villimenn sýna myndir og myndbönd og segja frá sinni reynslu af veiðimennsku Kl. 21.30: Happahylur, dregið í happdrætti Mest lesið Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði
Fimmtudaginn 31.janúar næstkomandi klukkan 19.30 mun skemmtinefnd Stangveiðifélag Reykjavíkur ásamt samfélagsmiðlahópnum Villimenn halda opið hús fyrir unga veiðimenn/konur (14-25.ára). Þessi skemmtun verður haldin í húsakynnum Stangveiðifélagsins, á Rafstöðvavegi 14, og verða léttar veitingar í boði. Kynnt verða nokkur frábær veiðisvæði í næsta nágrenni við Reykjavík, bæði í lax- og silungsveiði. Einnig munu nokkrir reyndir veiðimenn miðla reynslu sinni af því að taka fyrstu skrefin í stangveiði. Villimenn munu kynna sýna starfsemi og sýna samantekt frá síðasta sumri svo menn verði enn spenntari fyrir komandi veiðitímabili. Haldið verður happdrætti í lok kvöldsins þar sem í boði eru glæsilegir vinningarnir frá Veiðihorninu, SVFR og Veiðikortinu. Meðal vinninga eru: • Sage Foundation flugustöng • Sage Spectrum fluguhjól • Rio Single Handed Spey flugulína • Veiðikort • Ýmis veiðileyfi í bæði lax- og silungsveiði. Ef þú ert, eða þekkir einhvern sem er, ungur/ung og hefur áhuga á veiði mælum við með þessum viðburði. Endilega látið unga og upprennandi veiðisnillinga vita af þessu. Dagskrá: Kl. 19.30: Húsið opnar Kl. 20.00: Kynning á SVFR og Veiðikortinu Kl. 20:15: Kynning á veiðisvæði Úlfarsá/Korpu Kl. 20:40: Gissur Karl frá Veiðihorninu heldur kynningu á flugulínum og öðrum búnaði Kl. 21.00: Stutt hlé Kl. 21.10: Villimenn sýna myndir og myndbönd og segja frá sinni reynslu af veiðimennsku Kl. 21.30: Happahylur, dregið í happdrætti
Mest lesið Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði