Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 09:00 Artur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00
Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36