Borgarleikhúsið kynnti söngleik með tónlist Bubba Morthens Tinni Sveinsson skrifar 11. janúar 2019 13:45 Bubbasöngleikurinn verður sýndur á Stóra sviðinu á næsta ári. Vísir/Vilhelm Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. Leikhúsið sýndi fundinn í beinni útsendingu og sagði tilefnið sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi. „Mikil leynd hefur verið yfir þessu verkefni og þess vegna er mikil spenna að kynna þetta í dag,“ sagði í tilkynningu leikhússins fyrir fund. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri steig á sviðið í upphafi fundar og sagði meðal annars í stuttri tölu söngleikinn tengjast einum merkasta listamanni þjóðarinnar. Í kjölfarið steig Bubbi fram úr skuggunum á sviðinu og hóf flutning á laginu Rómeó og Júlía. Hann söng síðan fleiri lög ásamt leikurum Borgarleikhússins.Leikstjóri, listrænir stjórnendur og leikarar, sem munu flytja lög Bubba, verða kynntir seinna. Vinnuheiti verksins er Níu líf - Sögur af landi. Ólafi Egill Egilsson skrifar verkið og verður það frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið verður um valda kafla úr sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba hafa verið nátengdir þessarri sögu. „Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka,” segir Ólafur Egill.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri kynnti verkið á Stóra sviðinu í dag.Vísir/Vilhelm Leikhús Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. Leikhúsið sýndi fundinn í beinni útsendingu og sagði tilefnið sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi. „Mikil leynd hefur verið yfir þessu verkefni og þess vegna er mikil spenna að kynna þetta í dag,“ sagði í tilkynningu leikhússins fyrir fund. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri steig á sviðið í upphafi fundar og sagði meðal annars í stuttri tölu söngleikinn tengjast einum merkasta listamanni þjóðarinnar. Í kjölfarið steig Bubbi fram úr skuggunum á sviðinu og hóf flutning á laginu Rómeó og Júlía. Hann söng síðan fleiri lög ásamt leikurum Borgarleikhússins.Leikstjóri, listrænir stjórnendur og leikarar, sem munu flytja lög Bubba, verða kynntir seinna. Vinnuheiti verksins er Níu líf - Sögur af landi. Ólafi Egill Egilsson skrifar verkið og verður það frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið verður um valda kafla úr sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba hafa verið nátengdir þessarri sögu. „Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka,” segir Ólafur Egill.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri kynnti verkið á Stóra sviðinu í dag.Vísir/Vilhelm
Leikhús Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira