Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. janúar 2019 20:00 Nokkrir ökumenn ætla ekki að una ákvörðun um að bæta ekki tjón þeirra sem keyrðu í holur á Hellisheiði í byrjun janúar Vísir/JóhannK Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent