Sýrlendingum stefnt norður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. janúar 2019 08:15 Sveitarstjórn Blönduóss með Valdimari O. Hermannssyni sveitarstjóra sem er fjórði frá vinstri. Húsnæðisskortur er nú í sveitarfélaginu. Mynd/Blönduósbær „Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
„Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent