Pétur Georg Markan hefur sagt upp starfi sínu sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í gær en mun vinna út þriggja mánaða uppsagnarfrest að ósk sveitarstjórnar.
Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá í gær og segir Pétur í samtali við miðilinn að ástæðan sé breytingar í fjölskyldunni sem kölluðu á búsetubreytingar. Starfið verður auglýst og munu oddviti og sveitarstjóri leita til ráðningarstofu og undirbúa auglýsingu.
Pétur hefur verið sveitarstjóri síðan sumarið 2014.
