Ánægðir Sýrlendingar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2019 20:00 Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi. Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi.
Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira