Ánægðir Sýrlendingar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2019 20:00 Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi. Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi, sem kom sem flóttamenn á Selfoss fyrir tveimur árum hefur komið sér vel fyrir í bæjarfélaginu. Fjölskyldan keypti sér sína eigin íbúð í síðasta mánuði og börnunum gengur öllum vel að mennta sig og tala íslensku. Fjölskyldan keypti sér íbúð í nýrri blokk við Álalæk. Íbúðin er ekki stór, um 120 fermetrar en þar unir fjölskyldan sér vel, átta manns, foreldrarnir og fimm börn þeirra og tengdasonur. Dóttir hjónanna á von á barni í febrúar þannig að þá verða þau níu í íbúðinni. Sýrlendingarnir hafa plummað sig mjög vel í samfélaginu, þau eru dugleg að vinna og læra íslensku. „Já, það þarf að vinna alltaf, vera bara eins og fólkið, alltaf að vinna, læra og eiga hús á Íslandi, það er það sem við viljum á Íslandi,“ segir Abed Þór sem er tvítugur. Hann og Rame, sem er tengdasonurinn, vinna við smíðar hjá JÁVERKI á Selfossi, auk þess sem Abed er að læra að vera smiður. „Svo ætlar bróðir minn að vera læknir, systir mín ætlar að halda áfram í hárgreiðslu, mamma mín kennir í leikskólanum Álfheimum og pabbi minn er að vinna hjá mjólkurbúinu,“ bætir Abed við. Majed sem er 10 ára er mjög duglegur að læra og lesa á íslensku en hann er nemandi í Vallaskóla. Fjölskyldan vinnur nú að því að fá íslenskan ríkisborgararétt en þau leggja mikla áherslu á að það mál gangi upp enda ætla þau sér alltaf að búa á Íslandi.
Árborg Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira