Fyrrverandi stjórnarmaður Flokks fólksins tekur undir gagnrýni Karls Gauta Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 12:30 Halldór Gunnarsson. Vísir Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrum þingmanns flokksins, í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is. Gagnrýnin sem um ræðir birtist í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakaði formanninn, Ingu Sæland, um óeðlilega fjármálastjórn. Hún hafi verið prókúruhafi, gjaldkeri og formaður allt í senn.Sjá einnig: Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ skrifaði Karl Gauti og átti þar við son Ingu sem var ráðinn til starfa á skrifstofu flokksins.Ummæli Karls Gauta á Klaustri komu eftir átakafund Í yfirlýsingu Halldórs segir hann ummæli Karls Gauta á Klausturbarnum hafa fallið eftir fund með formönnum og þingflokksformönnum þar sem Inga hafi farið að gráta til að „ná fram sínu máli“. „Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði,“ skrifar Halldór. Hann segist jafnframt hafa reynt að sætta ólík sjónarmið í stjórnun flokksins sem Karl Gauti hafði lengi viljað bæta. Halldór lagði til að Karl Gauti myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu sem hann hafi gert þrátt fyrir að þykja það erfitt. „Í framhaldi bað ég Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.“Segir brottrekstur Karls Gauta og Ólafs ekki eiga rétt á sér Í kjölfar fundarins á Klausturbarnum voru þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir þingmenn á Alþingi. Halldór segir það vera rangt að fundurinn hafi verið til þess að undirbúa brotthvarf þeirra úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Þá hafi brottreksturinn tilefnislaus. „Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs. Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki,“ skrifar Halldór að lokum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrum þingmanns flokksins, í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is. Gagnrýnin sem um ræðir birtist í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakaði formanninn, Ingu Sæland, um óeðlilega fjármálastjórn. Hún hafi verið prókúruhafi, gjaldkeri og formaður allt í senn.Sjá einnig: Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ skrifaði Karl Gauti og átti þar við son Ingu sem var ráðinn til starfa á skrifstofu flokksins.Ummæli Karls Gauta á Klaustri komu eftir átakafund Í yfirlýsingu Halldórs segir hann ummæli Karls Gauta á Klausturbarnum hafa fallið eftir fund með formönnum og þingflokksformönnum þar sem Inga hafi farið að gráta til að „ná fram sínu máli“. „Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði,“ skrifar Halldór. Hann segist jafnframt hafa reynt að sætta ólík sjónarmið í stjórnun flokksins sem Karl Gauti hafði lengi viljað bæta. Halldór lagði til að Karl Gauti myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu sem hann hafi gert þrátt fyrir að þykja það erfitt. „Í framhaldi bað ég Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.“Segir brottrekstur Karls Gauta og Ólafs ekki eiga rétt á sér Í kjölfar fundarins á Klausturbarnum voru þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir þingmenn á Alþingi. Halldór segir það vera rangt að fundurinn hafi verið til þess að undirbúa brotthvarf þeirra úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Þá hafi brottreksturinn tilefnislaus. „Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs. Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki,“ skrifar Halldór að lokum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30