Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 18:27 Umfjöllunin er sett í samhengi við nýlegt banaslys við Núpsvötn þar sem þrír breskir ríkisborgarar létust. Skjáskot/Sky News Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00
Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00