Golfarar eru mótfallnir hringli með klukkuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur. Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur.
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira