Vigdís og Helga hefðu átt að leita til borgarstjóra að mati siðanefndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 14:00 Það verður seint sagt að fyrstu hluti kjörtímabilsins í Reykjavík hafi verið rólegur. Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugtÞetta er mat siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var falið að fjalla um hvaða sjónarmið kunni að gilda þegar kjörnir fulltrúar gera störf starfsmanna að umtalsefni í opinberri umræðu. Þá átti siðanefndin að veita leiðsögn um það með hvaða hætti rétt sé að hafa umgjörð þeirra mála þegar starfsmenn sveitarfélaga telja kjörna fulltrúa brjóta siðareglur með framferði sínu, og öfugt.Tilefnið var umræða sem hófst síðastliðið sumar, í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi áminningu sem þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins tjáði sig í kjölfarið um dóminn, sem hún sagði hafa snúist um „eineltismál innan ráðhússins“. Sagði hún stjórnsýslu Reykjavíkur vera í molum og að dómurinn væri til marks um það.Helga Björg Ragnarsdóttir gegnir nú starfi aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Starfið er tímabundið og er hún í leyfi frá starfi hennar sem skrifstofustjóri á meðan.Þetta sætti Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjórinn sem veitti fjármálastjóranum áminninguna, ekki við. Ritaði hún forsætisnefnd bréf þar sem hún óskaði eftir því nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðareglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Óskaði hún einnig eftir því að skoðað væri hvort leita ætti álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ummæla einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. Á fundi forsætisnefndar þann 17. ágúst var samþykkt að að óska eftir áliti siðanefnar Sambands íslenskra sveitarfélaga líkt og segir hér fyrir ofan. Siðanefndin skilaði áliti sínu í desember á síðasta ári. Fjallaði hún fyrst um hvaða sjónarmið kunni að gilda þegar kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna að umtalsefni í opinberri umræðu.Óheppilegt þegar kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna að umtalsefni í opinberri umræðu Í áliti siðanefndarinnar segir að almennt hljóti það að teljast óheppilegt þegar kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna sveitarfélags að umtalsefni í opinberri umræðu, ekki síst ef ummælin feli í sér neikvæðan dóm yfir viðkomandi starfsfólki eða störfum þess. Slík framkoma geti falið í sér brot á siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar.Málið sem siðanefndin fjallaði um er eitt af mörgum hitamálum sem komið hafa upp á kjörtímabilinu.Fréttablaðið/Anton BrinkBorgarfulltrúum beri að virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og samkvæmt sveitarstjórnarlögum falli eftirlit með störfum einstakra starfsmanna undir verksvið borgarstjóra, en ekki kjörinna fulltrúa. Þrátt fyrir að kjörnir fulltrúir geti látið sig varða hvernig stjórnsýslan sem slík standi sig í upplýsinga- og þjónustuhlutverki, sé varhugavert fyrir kjörna fulltrúa að blanda sér í starfsmannamál þannig að þeir fari að skipta sér af einstökum starfsmönnum. „Telji körinn fulltrúi að eitthvað sé aðfinnsluvert í starfsmannamálum sveitarfélaga er rétti farvegurinn að beina málinu til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem æðsta yfirmanns starfsmanna,“ segir í áliti siðanefndarinnar. Af því má draga þá ályktun að siðanefnd telji að Vigdís hafi átt að leita beint til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með aðfinnslur sínar að störfum Helgu Bjargar í kjölfar dóms héraðsdóms, í stað þess að ræða þær opinberlega.Dagur B. Eggertsson er, sem borgarstjóri, framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/VilhelmLeita til yfirmanns í stað þess að senda erindi til pólitískra nefnda Einnig var óskað eftir því að siðanefndin veitti leiðsögn um það með hvaða hætti rétt væri að hafa umgjörð þeirra mála þegar starfsmenn sveitarfélaga telja kjörna fulltrúa brjóta siðareglur með framferði sínu. Þá var einnig óskað eftir sambærilegri leiðsögn í þeim tilvikum þar sem kjörnir fulltrúar kynnu að telja starfsmenn sveitarfélaga brjóta siðareglur með framferði sínu. Í svari siðanefndarinnar segir í tilvikum þar sem starfsmenn telji kjörna fulltrúa hafa brotið siðareglur sé ekki vænlegt að starfsmaður vísi kvörtunum beint til pólitískra nefnda, líkt og Helga Björg gerði er hún sendi erindið til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar. Mikilvægt sé að starfsmaðurinn leiti til sinna yfirmanna, annars vegar framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og hins vegar til formanns byggðaráðs, sem fari með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga.Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að starfsmaðurinn leiti til sinna yfirmanna og að tengingin við kjörna fulltrúa fari í gegnum framkvæmdastjóra. Þá hvetur siðanefndin Reykjavíkurborg til þess að huga vel að því hvaða ráðstafanir hægt væri að gera til að koma í veg fyrir ósætti og óvissu aðila um hlutverk sín. Vænlegt gæti verið að endurskoða siðareglur og horfa til Noregs þar sem sömu siðareglur gilda fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn. „[O]g þannig litið svo á að þeir myndi í sameiningu þann hóp sem þarf að koma sér saman um siðferðilega viðmið í ólíkum störfum og hlutverkum í þágu borgaranna.“Álit siðanefndarinnar má nálgast hér. Borgarstjórn Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar. 30. ágúst 2018 21:08 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugtÞetta er mat siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var falið að fjalla um hvaða sjónarmið kunni að gilda þegar kjörnir fulltrúar gera störf starfsmanna að umtalsefni í opinberri umræðu. Þá átti siðanefndin að veita leiðsögn um það með hvaða hætti rétt sé að hafa umgjörð þeirra mála þegar starfsmenn sveitarfélaga telja kjörna fulltrúa brjóta siðareglur með framferði sínu, og öfugt.Tilefnið var umræða sem hófst síðastliðið sumar, í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi áminningu sem þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins tjáði sig í kjölfarið um dóminn, sem hún sagði hafa snúist um „eineltismál innan ráðhússins“. Sagði hún stjórnsýslu Reykjavíkur vera í molum og að dómurinn væri til marks um það.Helga Björg Ragnarsdóttir gegnir nú starfi aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Starfið er tímabundið og er hún í leyfi frá starfi hennar sem skrifstofustjóri á meðan.Þetta sætti Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjórinn sem veitti fjármálastjóranum áminninguna, ekki við. Ritaði hún forsætisnefnd bréf þar sem hún óskaði eftir því nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðareglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Óskaði hún einnig eftir því að skoðað væri hvort leita ætti álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ummæla einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. Á fundi forsætisnefndar þann 17. ágúst var samþykkt að að óska eftir áliti siðanefnar Sambands íslenskra sveitarfélaga líkt og segir hér fyrir ofan. Siðanefndin skilaði áliti sínu í desember á síðasta ári. Fjallaði hún fyrst um hvaða sjónarmið kunni að gilda þegar kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna að umtalsefni í opinberri umræðu.Óheppilegt þegar kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna að umtalsefni í opinberri umræðu Í áliti siðanefndarinnar segir að almennt hljóti það að teljast óheppilegt þegar kjörnir fulltrúar geri störf starfsmanna sveitarfélags að umtalsefni í opinberri umræðu, ekki síst ef ummælin feli í sér neikvæðan dóm yfir viðkomandi starfsfólki eða störfum þess. Slík framkoma geti falið í sér brot á siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar.Málið sem siðanefndin fjallaði um er eitt af mörgum hitamálum sem komið hafa upp á kjörtímabilinu.Fréttablaðið/Anton BrinkBorgarfulltrúum beri að virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og samkvæmt sveitarstjórnarlögum falli eftirlit með störfum einstakra starfsmanna undir verksvið borgarstjóra, en ekki kjörinna fulltrúa. Þrátt fyrir að kjörnir fulltrúir geti látið sig varða hvernig stjórnsýslan sem slík standi sig í upplýsinga- og þjónustuhlutverki, sé varhugavert fyrir kjörna fulltrúa að blanda sér í starfsmannamál þannig að þeir fari að skipta sér af einstökum starfsmönnum. „Telji körinn fulltrúi að eitthvað sé aðfinnsluvert í starfsmannamálum sveitarfélaga er rétti farvegurinn að beina málinu til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem æðsta yfirmanns starfsmanna,“ segir í áliti siðanefndarinnar. Af því má draga þá ályktun að siðanefnd telji að Vigdís hafi átt að leita beint til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með aðfinnslur sínar að störfum Helgu Bjargar í kjölfar dóms héraðsdóms, í stað þess að ræða þær opinberlega.Dagur B. Eggertsson er, sem borgarstjóri, framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/VilhelmLeita til yfirmanns í stað þess að senda erindi til pólitískra nefnda Einnig var óskað eftir því að siðanefndin veitti leiðsögn um það með hvaða hætti rétt væri að hafa umgjörð þeirra mála þegar starfsmenn sveitarfélaga telja kjörna fulltrúa brjóta siðareglur með framferði sínu. Þá var einnig óskað eftir sambærilegri leiðsögn í þeim tilvikum þar sem kjörnir fulltrúar kynnu að telja starfsmenn sveitarfélaga brjóta siðareglur með framferði sínu. Í svari siðanefndarinnar segir í tilvikum þar sem starfsmenn telji kjörna fulltrúa hafa brotið siðareglur sé ekki vænlegt að starfsmaður vísi kvörtunum beint til pólitískra nefnda, líkt og Helga Björg gerði er hún sendi erindið til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar. Mikilvægt sé að starfsmaðurinn leiti til sinna yfirmanna, annars vegar framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og hins vegar til formanns byggðaráðs, sem fari með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga.Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að starfsmaðurinn leiti til sinna yfirmanna og að tengingin við kjörna fulltrúa fari í gegnum framkvæmdastjóra. Þá hvetur siðanefndin Reykjavíkurborg til þess að huga vel að því hvaða ráðstafanir hægt væri að gera til að koma í veg fyrir ósætti og óvissu aðila um hlutverk sín. Vænlegt gæti verið að endurskoða siðareglur og horfa til Noregs þar sem sömu siðareglur gilda fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn. „[O]g þannig litið svo á að þeir myndi í sameiningu þann hóp sem þarf að koma sér saman um siðferðilega viðmið í ólíkum störfum og hlutverkum í þágu borgaranna.“Álit siðanefndarinnar má nálgast hér.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar. 30. ágúst 2018 21:08 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. 15. ágúst 2018 19:30
Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar. 30. ágúst 2018 21:08
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09