Í launalaust leyfi frá Reykjavíkurborg til að aðstoða Svandísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2018 15:15 Helga Björg Ragnarsdóttir hefur starfað fyrir Vinstri græn í stjórnmálum. Helga Björg Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Iðunn Garðarsdóttir, annar tveggja aðstoðarmanna Svandísar, sé farin í barnseignarleyfi. Helga Björg komi í hennar stað. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að Helga Björg hafi fengið níu mánaða launalaust leyfi til að flytja sig tímabundið um set yfir í ráðuneytið. Ekki verði ráðið í stöðu Helgu á meðan en hún hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Helga Björg hefur verið kynnt til leiks en auk hennar er Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, aðstoðarmaður ráðherra. Laun aðstoðarmanna eru um 1,2 milljónir króna. Helga Björg var gagnrýnd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þegar dómurinn felldi úr gildi áminningu hennar á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Sagði í niðurstöðu dómsins að framkoma Helgu Bjargar í garð starfsmannsins hefði verið „í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann“ sem væri auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, „þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna“, sagði í dómi héraðsdóms. Var borgin dæmd til að greiða fjármálastjóranum 250 þúsund krónur í bætur og málskostnað upp á 1250 þúsund krónur. Stjórnsýsla Tengdar fréttir Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Helga Björg Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Iðunn Garðarsdóttir, annar tveggja aðstoðarmanna Svandísar, sé farin í barnseignarleyfi. Helga Björg komi í hennar stað. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að Helga Björg hafi fengið níu mánaða launalaust leyfi til að flytja sig tímabundið um set yfir í ráðuneytið. Ekki verði ráðið í stöðu Helgu á meðan en hún hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Helga Björg hefur verið kynnt til leiks en auk hennar er Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, aðstoðarmaður ráðherra. Laun aðstoðarmanna eru um 1,2 milljónir króna. Helga Björg var gagnrýnd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þegar dómurinn felldi úr gildi áminningu hennar á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Sagði í niðurstöðu dómsins að framkoma Helgu Bjargar í garð starfsmannsins hefði verið „í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann“ sem væri auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, „þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna“, sagði í dómi héraðsdóms. Var borgin dæmd til að greiða fjármálastjóranum 250 þúsund krónur í bætur og málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48