Veltir því upp hvort breyta eigi lögum um fyrningu kynferðisbrota Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi. Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi.
Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira