Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 08:00 Á Alþingi var rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að gera úttekt á málum Íslandspósts. Fréttablaðið/Ernir Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira