Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:17 Það verður kalt en bjart sunnan heiða í dag. vísir/Vilhelm Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira