Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 08:33 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00
Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49