Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 11:57 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður. Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður.
Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18