Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2019 19:30 Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag.
Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira