Endurtekið efni frá HM 2017 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2019 12:30 Bjarki Már Elísson var frábær í leiknum fyrir tveimur árum og fagnar hér einu sex marka sinna í leiknum. Hann má eiga annan stórleik í kvöld. vísir/epa Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. Þá var allt undir í lokaumferðinni og andstæðingurinn var Makedónía rétt eins og nú. Tap þýddi forsetabikarinn en sigur og jafntefli fleytti liðinu áfram. Alveg eins og nú. Strákarnir fengu meiri hvíld en Makedónar sem þess utan áttu erfiðan kvöldleik daginn áður. Sá leikur var gegn Spánverjum. Við hverja voru Makedónar að spila í gær? Jú, auðvitað Spánverja. Það eru allar sömu stjörnurnar í liði Makedóníu nú en íslenska liðið er talsvert breytt og auðvitað annar þjálfari.Rúnar Kárason var frábær í leiknum fyrir tveimur árum. Hans verður saknað í kvöld.vísir/epaLeikurinn fyrir tveimur árum var stórfurðulegur. Strákarnir yfirspenntir í upphafi og lentu 0-4 undir. Komu svo til baka með 9-2 kafla og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 15-13. Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedónum. Þá fór allt í baklás og liðið hleypti Makedónum aftur inn í leikinn. Á endanum máttu strákarnir þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Lokakaflinn var afar eftirminnilegur. Rúnar Kárason tók skot að marki er 18 sekúndur voru eftir. Það gekk ekki og í stað þess að sækja og reyna að vinna leikinn þá reyndu Makedónar ekki að fara í sókn. Þeir voru sáttir við jafnteflið og verkefnið sem beið þeirra. Túnisbúarnir í stúkunni aftur á móti sturlaðir því makedónskur sigur hefði þýtt að þeir hefðu farið áfram en Ísland hefði farið í Forsetabikarinn. Geir Sveinsson, þáverandi landsliðsþjálfari, var talsvert gagnrýndur eftir leikinn fyrir að taka ekki leikhlé áður en Rúnar skaut á markið. Lesa má meira um það hér.Umfjöllun Fréttablaðsins eftir leik.Leikurinn fór 27-27 og stærstu stjörnur Makedóna skoruðu 21 af þessum mörkum. Þeir eru allir með í kvöld. Lino Cervar, þáverandi landsliðsþjálfari Makedóna, tók línutröllið Zharko Peshevski inn í liðið fyrir Íslandsleikinn. Hann er líka í hópnum í kvöld.Hér má lesa um leikinn frá því fyrir tveimur árum og rifja upp þennan skelfilega lokakafla hjá íslenska liðinu. Rúnar Kárason átti frábæran leik og Bjarki Már Elísson fór einnig á kostum. Það er enginn Rúnar í liði Íslands í kvöld. Þetta verður taugatrekkjandi í kvöld rétt eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Vonandi verða taugar leikmanna íslenska liðsins þó betri en þær voru í þessum svakalega leik í Metz.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjunum í B-riðli sem Ísland er í á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. 17. janúar 2019 06:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti