Allt efni í nýja blokk í Þorlákshöfn kemur frá Rúmeníu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2019 20:00 Fyrsta húsið á Íslandi sem kemur til landsins frá Rúmeníu verður blokk sem verður reist í Þorlákshöfn á þremur mánuðum. Í blokkinni verða fimmtán íbúðir. Sá sem byggir segir íbúðaverð á Íslandi allt of hátt, það ríki kæruleysi á markaðnum og lítið aðhald. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi tók á móti þeim Jóni Vali Smárasyni, eiganda Pró húsa og Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins á skrifstofu sinni í dag þar sem byggingu blokkarinnar frá Rúmeníu var innsigluð með handabandi. Blokkinn verður staðsett á svæði við núverandi blokkir í Þorlákshöfn. Um er að ræða 15 íbúða blokk þar sem allt efnið kemur frá Rúmeníu og menn þaðan koma í Þorlákshöfn og reisa blokkina á nokkrum mánuðum. „Það skiptir máli fyrir okkur að nálgast húsnæðisvanda Íslendinga af einurð og festu. Það er í rauninni ekki mikill munur á því hvort um sé að ræða húsnæðisvanda eða fæðuskort, hér berum við sveitarfélögin ekki síður ábyrgð en aðrir og við reynum að standa okkur í stykkinu hvað það varðar“, segir Elliði og er alveg viss um að nýja blokkinn eigi eftir að slá í gegn í Þorlákshöfn. „Já, það er aldrei spurning, Ölfus er í raun og veru úthverfi Reykjavíkur, við erum í 35 mínútna fjarlægð og það sem vantar er framboð af heppilegu húsnæði og þetta er fyrsta skrefið sem koma skal“.Jón Valur Smárason er eigandi Pró húsa.Magnús HlynurJón Valur Smárason, eigandi Pró húsa er stoltur af því að geta boðið upp á blokk frá Rúmeníu í Þorlákshöfn enda húsnæðisskortur á staðnum. „Þetta er forsniðið stálprófílar einangrað með steinull og efni sem heitir Nefpanel, sem eru magnesíum plötur og síðan er þéttull að utan og venjuleg múrkápa að utan, ál eða annað sambærilegt“, segir Jón Valur. Hann segir að ef verkefnið heppnist vel í Þorlákshöfn þá verði álíka blokkir byggðar um allt land. Íbúðirnar sem eru tveggja herbergja með innréttingum og tækjum munu kosta um 14,6 milljónir króna. En hvenær reiknar Jón Valur með að nýja blokkin verði tilbúin ? „Við byrjum sennilega í apríl og ætlum að afhenda íbúðirnar í júlí eða ágúst í sumar. Þetta er mjög stutt ferli og af því að það er verið að tala um verðið á íbúðunum, sem er mjög lágt þá kemur það mikið til vegna þess að byggingartíminn er mjög stuttur, þetta eru á milli 90 og 100 dagar sem tekur að byggja húsið“. Jón Valur segir íbúðaverð allt of hátt á Íslandi. En hvað veldur því ? „Það er til dæmis eins og það hvað gjöld sveitarfélaganna hafa verið að hækka mikið á lóðir og síðan er álagning verktaka að mínu viti allt of há. Ég veit það ekki en það má kannski stimpla þetta á pínulítið kæruleysi, það er lítið aðhald“, segir Jón Valur. Fréttatilkynning sem Pró hús sendi frá sér vegna byggingarinnar í ÞorlákshöfnFyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Einnig er fyrirhugað að byggja 3 raðhús með samtals 9 íbúðum sem seldar verða á áður óþekktu verði.Eigendur Pró húsa ehf. hafa verið í nokkur ár að leita leiða til að geta boðið upp á góðan raunhæfan valkost fyrir íslenskan fasteignamarkað þar sem gott verð og gæði fara saman.Eftir viðræður við Elliða Vignisson bæjarstjóra og bæjarstjórn Ölfus var ákveðið að hefjast handa og byggja í Þorlákshöfn enda þar boðið uppá gott byggingaland á sanngjörnu verði. Þorlákshöfn er ört stækkandi og vel staðsett og er því góður búsetu valkostur. Þar er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús, sundlaug, heilsugæsla og öll almenn þjónusta, góð höfn, góðar samgöngur og styttra til Reykjavíkur en marga grunar.Í Pró húsum er allt burðarvirki úr galvaniseruðum stálprófílum, einangrað með létt steinull milli stálprófíla, klætt að innan með gifsi en að utan með sérstökum magnesiumplötum, (Nevpanel) sem síðan er klætt með pressaðri steinull, ysta klæðning er síðan ýmist múrkerfi, álklæðning eða annað hefðbundið. Nevpanel, magnesiumplötur sem notaðar verða við byggingu þessara húsa eru nýlegar á markaði, eru bruna og rakaheldar gefa góða hljóð- og hitaeinangrun eru úr 100% náttúrulegum efnum sem mygla ekki, með CE vottun og standast allar kröfur sem gerðar eru til húsbygginga.Gluggar verða með þreföldu gleri sem gerir húsið enn betur einangrað, bæði hvað varðar hljóð og hita, þannig að Pró hús eru fljótari að hitna og halda betur hita en hús sem byggð eru með hefðbundnum hætti. Stálprófíllinn kemur tilsniðinn í römmum fyrir veggi, burðarbitum fyrir millihæða plötur og þök. Þetta gerir það að verkum að vinna á byggingastað minnkar og hraði eykst, enginn afskurður er af efni (ekkert rusl) sem er mikill sparnaður á mörgum sviðum.Verksmiðjan sem framleiðir prófílinn og hannar húsiner búin að framleiða sambærileg hús í yfir 20 ár flest seld og upp sett í Rúmeníu en einnig í Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum. Erlendir hönnuðir í samvinnu við íslenska arkitekta og verkfræðinga sjá um hönnun fyrir Pró hús.Vanir menn frá verksmiðjunni koma og reisa húsin undir lögbundnu eftirliti íslenskra fagaðila eins og lög gera ráð fyrir.Verðið er mun betra en það sem verið er að bjóða á Íslandi í dag á nýjum íbúðum. Það er raunhæfur möguleiki að geta boðið tveggja herbergja rúmlega 50 fermetra íbúð á 14-16 milljónir og hér er verið að tala um 100% tilbúnar íbúðir með innréttingum og tækjum. Þessi verð geta staðist ef sveitarfélög eru tilbúin að stilla verði lóða og gjalda í hóf.Gjöld á framkvæmdir eru eðlileg fyrir öll sveitarfélög en sveitarfélög bera mikla ábyrgð, sú ábyrgð er meðal annars fólgin í skipulagsmálum og að sjá til þess að eðlilegt framboð sé á byggingarlóðum þannig að lóðaskortur verði ekki til þess að verð húsnæðis fari upp úr öllu valdi líkt og ástandið er víða á Íslandi í dag.Það er okkur mikið kappsmál að geta boðið góðar íbúðir/hús á góðu verði, við vitum að það er hægt en það þarf vilja til að breyta og allir sem að verkefninu koma þurfa að leggja sitt af mörkum og bjóða upp á hagkvæmni sem skilar sér til kaupenda.Það er varla talað við stjórnmálamann eða forsvarsmenn stéttarfélaga nema fram komi að íbúðarverð sé svo hátt að það sé næstum ógjörningur fyrir ungt fólk að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jaðarhópar eru að myndast sem ekki eygja möguleika á að eignast fasteign þó vinnuævin öll sé framundan. Gróðasjónarmið leigusala hafa þar gríðarleg áhrif og skortur á minni fasteignum/íbúðum er staðreynd.Pró hús stefnir á að bæta við á markaðinn vönduðu húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir unga sem aldna sem t.d. þurfa minna pláss heldur en verið er almennt að bjóða í dag, einnig ætti þetta að geta orðið kærkomin viðbót fyrir sveitarfélög t.d. fyrir íbúðir til útleigu, hvort sem það væru félagslegar íbúðir, sambýli eða íbúðir sem væru með stofnanaframlögum til að geta boðið upp á ódýrari einingar þar sem gæði og byggingarlag er á pari við núverandi kröfur.Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Pró húsa. Húsnæðismál Rúmenía Stjórnsýsla Ölfus Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrsta húsið á Íslandi sem kemur til landsins frá Rúmeníu verður blokk sem verður reist í Þorlákshöfn á þremur mánuðum. Í blokkinni verða fimmtán íbúðir. Sá sem byggir segir íbúðaverð á Íslandi allt of hátt, það ríki kæruleysi á markaðnum og lítið aðhald. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi tók á móti þeim Jóni Vali Smárasyni, eiganda Pró húsa og Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins á skrifstofu sinni í dag þar sem byggingu blokkarinnar frá Rúmeníu var innsigluð með handabandi. Blokkinn verður staðsett á svæði við núverandi blokkir í Þorlákshöfn. Um er að ræða 15 íbúða blokk þar sem allt efnið kemur frá Rúmeníu og menn þaðan koma í Þorlákshöfn og reisa blokkina á nokkrum mánuðum. „Það skiptir máli fyrir okkur að nálgast húsnæðisvanda Íslendinga af einurð og festu. Það er í rauninni ekki mikill munur á því hvort um sé að ræða húsnæðisvanda eða fæðuskort, hér berum við sveitarfélögin ekki síður ábyrgð en aðrir og við reynum að standa okkur í stykkinu hvað það varðar“, segir Elliði og er alveg viss um að nýja blokkinn eigi eftir að slá í gegn í Þorlákshöfn. „Já, það er aldrei spurning, Ölfus er í raun og veru úthverfi Reykjavíkur, við erum í 35 mínútna fjarlægð og það sem vantar er framboð af heppilegu húsnæði og þetta er fyrsta skrefið sem koma skal“.Jón Valur Smárason er eigandi Pró húsa.Magnús HlynurJón Valur Smárason, eigandi Pró húsa er stoltur af því að geta boðið upp á blokk frá Rúmeníu í Þorlákshöfn enda húsnæðisskortur á staðnum. „Þetta er forsniðið stálprófílar einangrað með steinull og efni sem heitir Nefpanel, sem eru magnesíum plötur og síðan er þéttull að utan og venjuleg múrkápa að utan, ál eða annað sambærilegt“, segir Jón Valur. Hann segir að ef verkefnið heppnist vel í Þorlákshöfn þá verði álíka blokkir byggðar um allt land. Íbúðirnar sem eru tveggja herbergja með innréttingum og tækjum munu kosta um 14,6 milljónir króna. En hvenær reiknar Jón Valur með að nýja blokkin verði tilbúin ? „Við byrjum sennilega í apríl og ætlum að afhenda íbúðirnar í júlí eða ágúst í sumar. Þetta er mjög stutt ferli og af því að það er verið að tala um verðið á íbúðunum, sem er mjög lágt þá kemur það mikið til vegna þess að byggingartíminn er mjög stuttur, þetta eru á milli 90 og 100 dagar sem tekur að byggja húsið“. Jón Valur segir íbúðaverð allt of hátt á Íslandi. En hvað veldur því ? „Það er til dæmis eins og það hvað gjöld sveitarfélaganna hafa verið að hækka mikið á lóðir og síðan er álagning verktaka að mínu viti allt of há. Ég veit það ekki en það má kannski stimpla þetta á pínulítið kæruleysi, það er lítið aðhald“, segir Jón Valur. Fréttatilkynning sem Pró hús sendi frá sér vegna byggingarinnar í ÞorlákshöfnFyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Einnig er fyrirhugað að byggja 3 raðhús með samtals 9 íbúðum sem seldar verða á áður óþekktu verði.Eigendur Pró húsa ehf. hafa verið í nokkur ár að leita leiða til að geta boðið upp á góðan raunhæfan valkost fyrir íslenskan fasteignamarkað þar sem gott verð og gæði fara saman.Eftir viðræður við Elliða Vignisson bæjarstjóra og bæjarstjórn Ölfus var ákveðið að hefjast handa og byggja í Þorlákshöfn enda þar boðið uppá gott byggingaland á sanngjörnu verði. Þorlákshöfn er ört stækkandi og vel staðsett og er því góður búsetu valkostur. Þar er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús, sundlaug, heilsugæsla og öll almenn þjónusta, góð höfn, góðar samgöngur og styttra til Reykjavíkur en marga grunar.Í Pró húsum er allt burðarvirki úr galvaniseruðum stálprófílum, einangrað með létt steinull milli stálprófíla, klætt að innan með gifsi en að utan með sérstökum magnesiumplötum, (Nevpanel) sem síðan er klætt með pressaðri steinull, ysta klæðning er síðan ýmist múrkerfi, álklæðning eða annað hefðbundið. Nevpanel, magnesiumplötur sem notaðar verða við byggingu þessara húsa eru nýlegar á markaði, eru bruna og rakaheldar gefa góða hljóð- og hitaeinangrun eru úr 100% náttúrulegum efnum sem mygla ekki, með CE vottun og standast allar kröfur sem gerðar eru til húsbygginga.Gluggar verða með þreföldu gleri sem gerir húsið enn betur einangrað, bæði hvað varðar hljóð og hita, þannig að Pró hús eru fljótari að hitna og halda betur hita en hús sem byggð eru með hefðbundnum hætti. Stálprófíllinn kemur tilsniðinn í römmum fyrir veggi, burðarbitum fyrir millihæða plötur og þök. Þetta gerir það að verkum að vinna á byggingastað minnkar og hraði eykst, enginn afskurður er af efni (ekkert rusl) sem er mikill sparnaður á mörgum sviðum.Verksmiðjan sem framleiðir prófílinn og hannar húsiner búin að framleiða sambærileg hús í yfir 20 ár flest seld og upp sett í Rúmeníu en einnig í Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum. Erlendir hönnuðir í samvinnu við íslenska arkitekta og verkfræðinga sjá um hönnun fyrir Pró hús.Vanir menn frá verksmiðjunni koma og reisa húsin undir lögbundnu eftirliti íslenskra fagaðila eins og lög gera ráð fyrir.Verðið er mun betra en það sem verið er að bjóða á Íslandi í dag á nýjum íbúðum. Það er raunhæfur möguleiki að geta boðið tveggja herbergja rúmlega 50 fermetra íbúð á 14-16 milljónir og hér er verið að tala um 100% tilbúnar íbúðir með innréttingum og tækjum. Þessi verð geta staðist ef sveitarfélög eru tilbúin að stilla verði lóða og gjalda í hóf.Gjöld á framkvæmdir eru eðlileg fyrir öll sveitarfélög en sveitarfélög bera mikla ábyrgð, sú ábyrgð er meðal annars fólgin í skipulagsmálum og að sjá til þess að eðlilegt framboð sé á byggingarlóðum þannig að lóðaskortur verði ekki til þess að verð húsnæðis fari upp úr öllu valdi líkt og ástandið er víða á Íslandi í dag.Það er okkur mikið kappsmál að geta boðið góðar íbúðir/hús á góðu verði, við vitum að það er hægt en það þarf vilja til að breyta og allir sem að verkefninu koma þurfa að leggja sitt af mörkum og bjóða upp á hagkvæmni sem skilar sér til kaupenda.Það er varla talað við stjórnmálamann eða forsvarsmenn stéttarfélaga nema fram komi að íbúðarverð sé svo hátt að það sé næstum ógjörningur fyrir ungt fólk að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jaðarhópar eru að myndast sem ekki eygja möguleika á að eignast fasteign þó vinnuævin öll sé framundan. Gróðasjónarmið leigusala hafa þar gríðarleg áhrif og skortur á minni fasteignum/íbúðum er staðreynd.Pró hús stefnir á að bæta við á markaðinn vönduðu húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir unga sem aldna sem t.d. þurfa minna pláss heldur en verið er almennt að bjóða í dag, einnig ætti þetta að geta orðið kærkomin viðbót fyrir sveitarfélög t.d. fyrir íbúðir til útleigu, hvort sem það væru félagslegar íbúðir, sambýli eða íbúðir sem væru með stofnanaframlögum til að geta boðið upp á ódýrari einingar þar sem gæði og byggingarlag er á pari við núverandi kröfur.Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Pró húsa.
Húsnæðismál Rúmenía Stjórnsýsla Ölfus Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira