Ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 20:13 Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira