Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Sveinn Arnarsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Fréttablaðið/heiða Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar(AFE) kannar nú áhuga á laxeldi í firðinum og hefur stefnt saman fræðimönnum um áhrif laxeldis á byggðir og lífríki til fundar á morgun, laugardag. Skipulagsstofnun samþykkti á síðasta ári mat Akvafuture ehf. á umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði. Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyjafirði á næstu árum en hugmyndir hafa verið uppi um að fisknum verði slátrað í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er að fræða almenning, íbúa við Eyjafjörð, um fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnanir fylgja mismunandi aðferðum við fiskeldi og þá sérstaklega með fókus á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður AFE og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til þess höfum við fengið fræðimenn og fagfólk sem fyrirlesara sem tala þá út frá rannsóknum og gögnum.“ Þorleifur Eiríksson líffræðingur er einn þeirra sem halda erindi á fundinum. Hann segir mikinn úrgang fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum húsdýrum fylgir að frá þeim kemur úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða því að grípa til aðgerða og láta ekki úrganginn safnast upp. Ég mun því fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa,“ segir Þorleifur. „Ástæða þess að AFE vill fara þá leið að fræða almenning um eldismál og Eyjafjörð er sú að það er vilji ráðamanna að leita til íbúa um hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla að eldi nema íbúar svæðisins væru því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við. „AFE er ekki að taka afstöðu heldur að vinna fyrir sveitarfélögin að vettvangi til að upplýsa íbúa svo þeir séu betur í stakk búnir til að geta haft upplýsta skoðun á mögulegu eldi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar(AFE) kannar nú áhuga á laxeldi í firðinum og hefur stefnt saman fræðimönnum um áhrif laxeldis á byggðir og lífríki til fundar á morgun, laugardag. Skipulagsstofnun samþykkti á síðasta ári mat Akvafuture ehf. á umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði. Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyjafirði á næstu árum en hugmyndir hafa verið uppi um að fisknum verði slátrað í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er að fræða almenning, íbúa við Eyjafjörð, um fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnanir fylgja mismunandi aðferðum við fiskeldi og þá sérstaklega með fókus á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður AFE og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til þess höfum við fengið fræðimenn og fagfólk sem fyrirlesara sem tala þá út frá rannsóknum og gögnum.“ Þorleifur Eiríksson líffræðingur er einn þeirra sem halda erindi á fundinum. Hann segir mikinn úrgang fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum húsdýrum fylgir að frá þeim kemur úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða því að grípa til aðgerða og láta ekki úrganginn safnast upp. Ég mun því fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa,“ segir Þorleifur. „Ástæða þess að AFE vill fara þá leið að fræða almenning um eldismál og Eyjafjörð er sú að það er vilji ráðamanna að leita til íbúa um hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla að eldi nema íbúar svæðisins væru því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við. „AFE er ekki að taka afstöðu heldur að vinna fyrir sveitarfélögin að vettvangi til að upplýsa íbúa svo þeir séu betur í stakk búnir til að geta haft upplýsta skoðun á mögulegu eldi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels