Skór sem opna augun Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 10:00 Einhyrningar eru töfrandi skepnur sem lofa ævintýralegri upplifun og víst að þessir einhyrningsskór hitta í mark hjá mörgum stúlkum. NORDICPHOTOS/GETTY Tískuvikan í Hong Kong stendur nú yfir en samhliða henni er sýnt spennandi skótau úr árlegri samkeppni skóhönnuða þar í landi. Skókeppnin er nú haldin í 19. sinn en þeirri fyrstu var hleypt af stokkunum um aldamótin 2000. Keppnin vakti heimsathygli og hefur síðan notið virðingar og viðurkenningar um allan heim. Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda. Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni. Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum. Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.sBotn og hæll með mynstri býflugnabús og stöku býflugum til skrauts.Þokkafullir, vorlegir og himinháir hælar skreyttir bláum og hvítum blómum.Svalir dádýrsskór með horni.Sólkerfið skreytir þessa glamúrskó.Töff hælaskór með fallbyssuhjólum. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískuvikan í Hong Kong stendur nú yfir en samhliða henni er sýnt spennandi skótau úr árlegri samkeppni skóhönnuða þar í landi. Skókeppnin er nú haldin í 19. sinn en þeirri fyrstu var hleypt af stokkunum um aldamótin 2000. Keppnin vakti heimsathygli og hefur síðan notið virðingar og viðurkenningar um allan heim. Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda. Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni. Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum. Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.sBotn og hæll með mynstri býflugnabús og stöku býflugum til skrauts.Þokkafullir, vorlegir og himinháir hælar skreyttir bláum og hvítum blómum.Svalir dádýrsskór með horni.Sólkerfið skreytir þessa glamúrskó.Töff hælaskór með fallbyssuhjólum.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira