Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Sighvatur Jónsson skrifar 19. janúar 2019 11:42 Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Getty Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun. Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun.
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15