Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 17:32 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt. Kjaramál Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt.
Kjaramál Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira