Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 1. janúar 2019 19:09 Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga þegar það ákvað að kíkja í heiminn og stela athygli fjölmiðla. Foreldarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja stórstjörnu fædda. „Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar. Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja hana væra og góða. Tilfinningin að fara inn í nýtt ár í miðri fæðingu sé auðvitað eitthvað sem þau ímynduðu sér ekki að upplifa. „Það er náttúrulega svolítið sérstakt en frábær tilfinning, klárlega það besta sem ég hef upplifað,“ segir Hannes Björn Guðlaugsson, faðir stúlkunnar. Sigríður segir lætin í flugeldunum bara hafa hjálpað til „Ég man eftir því í fæðingunni að ég hugsaði til þess að ég heyrði í þeim úti, það bara hjálpaði til – mikil læti,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að átökin við að koma stúlkunni í heiminn voru hafinn á miðnætti reyndu þau að halda í hefðir og kveiktu á áramótaskaupinu. „Það var nú í gangi í miðri fæðingunni, við náðum ekki að horfa á allt en það var þarna eitthvað sem við sáum,“ segir Hannes léttur í bragði. Tengdar fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga þegar það ákvað að kíkja í heiminn og stela athygli fjölmiðla. Foreldarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja stórstjörnu fædda. „Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar. Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja hana væra og góða. Tilfinningin að fara inn í nýtt ár í miðri fæðingu sé auðvitað eitthvað sem þau ímynduðu sér ekki að upplifa. „Það er náttúrulega svolítið sérstakt en frábær tilfinning, klárlega það besta sem ég hef upplifað,“ segir Hannes Björn Guðlaugsson, faðir stúlkunnar. Sigríður segir lætin í flugeldunum bara hafa hjálpað til „Ég man eftir því í fæðingunni að ég hugsaði til þess að ég heyrði í þeim úti, það bara hjálpaði til – mikil læti,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að átökin við að koma stúlkunni í heiminn voru hafinn á miðnætti reyndu þau að halda í hefðir og kveiktu á áramótaskaupinu. „Það var nú í gangi í miðri fæðingunni, við náðum ekki að horfa á allt en það var þarna eitthvað sem við sáum,“ segir Hannes léttur í bragði.
Tengdar fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52