Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 22:27 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00