Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 09:17 Erfitt hefur reynst fyrir björgunarlið að komast að lestinni á Stórabeltisbrúnni í morgun. Vísir/Getty Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA Danmörk Norðurlönd Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA
Danmörk Norðurlönd Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira