Nýársheit að tryggja öllum börnum rétt til að lifa Heimsljós kynnir 2. janúar 2019 15:00 UNICEF Tæplega 400 þúsund börn fæddust í gær, á nýársdag, í heiminum. Fjórðungur þeirra í sunnanverðri Asíu og helmingur þeirra í einungis átta ríkjum, Indlandi, Kína, Nígeríu, Pakistan, Indónesíu, Bandaríkjunum, Lýðræðislega lýðveldinu Kongó og Bangladess. Af börnunum sem fæddust í gær eru um 700 þegar látin – þau lifðu aðeins innan við sólarhring. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) bendir á að um leið og hverju nýfæddu barni er fagnað ættu allar þjóðir heims jafnframt að setja sér það nýársheit að tryggja rétt allra barna til að lifa og dafna. „Ég vil að allar þjóðir taki undir með nýársheiti UNICEF sem felur í sér að virða öll réttindi barna og byrja á réttindum þeirra að fá að lifa,“ segir Charlotte Petri Gornitzka framkvæmdastjóri UNICEF. Í frétt UNICEF segir að á árinu 2017 hafi um ein milljón barna dáið á fæðingardaginn. Tvær og hálf milljón barna til viðbótar hafi dáið fyrsta mánuðinn. Á síðustu þremur áratugum hafa sífellt fleiri ungbörn lifað. Tvöfalt færri börn deyja innan við fimm ára aldur í dag en fyrir þrjátíu árum. Hins vegar hafa framfarir verið miklu minni þegar kemur að nýburum. Af öllum dauðsföllum barna yngri en fimm ára verða 47% þeirra fyrsta mánuðinn.Flest barnanna deyja af ástæðum sem unnt væri að afstýra eða eins og UNICEF orðar það í tilkynningu að sé „brot á grundvallarréttum barns til að lifa.“ Þar er fyrst og fremst átt við fyrirburafæðingar, ýmsa fylgikvilla í fæðingu og sýkingar eins og lungnabólgu. Að mati framkvæmdastjóra UNICEF væri hægt að bjarga milljónum barna með því að fjárfesta í tækjum og þjálfun fyrir heilbrigðisstarfsmenn. UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Tæplega 400 þúsund börn fæddust í gær, á nýársdag, í heiminum. Fjórðungur þeirra í sunnanverðri Asíu og helmingur þeirra í einungis átta ríkjum, Indlandi, Kína, Nígeríu, Pakistan, Indónesíu, Bandaríkjunum, Lýðræðislega lýðveldinu Kongó og Bangladess. Af börnunum sem fæddust í gær eru um 700 þegar látin – þau lifðu aðeins innan við sólarhring. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) bendir á að um leið og hverju nýfæddu barni er fagnað ættu allar þjóðir heims jafnframt að setja sér það nýársheit að tryggja rétt allra barna til að lifa og dafna. „Ég vil að allar þjóðir taki undir með nýársheiti UNICEF sem felur í sér að virða öll réttindi barna og byrja á réttindum þeirra að fá að lifa,“ segir Charlotte Petri Gornitzka framkvæmdastjóri UNICEF. Í frétt UNICEF segir að á árinu 2017 hafi um ein milljón barna dáið á fæðingardaginn. Tvær og hálf milljón barna til viðbótar hafi dáið fyrsta mánuðinn. Á síðustu þremur áratugum hafa sífellt fleiri ungbörn lifað. Tvöfalt færri börn deyja innan við fimm ára aldur í dag en fyrir þrjátíu árum. Hins vegar hafa framfarir verið miklu minni þegar kemur að nýburum. Af öllum dauðsföllum barna yngri en fimm ára verða 47% þeirra fyrsta mánuðinn.Flest barnanna deyja af ástæðum sem unnt væri að afstýra eða eins og UNICEF orðar það í tilkynningu að sé „brot á grundvallarréttum barns til að lifa.“ Þar er fyrst og fremst átt við fyrirburafæðingar, ýmsa fylgikvilla í fæðingu og sýkingar eins og lungnabólgu. Að mati framkvæmdastjóra UNICEF væri hægt að bjarga milljónum barna með því að fjárfesta í tækjum og þjálfun fyrir heilbrigðisstarfsmenn. UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent