Sárafátækir aldrei færri og aldrei fleiri nýtt hreina orku Heimsljós kynnir 17. október 2018 09:00 Frá Úganda gunnisal Aldrei í sögunni hefur sárafátækt í heiminum mælst jafn lítil og síðasta ár. Flest bendir til þess að sárafátækir einskorðist í framtíðinni við einn heimshluta: sunnanverða Afríku. Aldrei hafa fleiri neyðst til að flýja heimili sín og samkvæmt skýrslu á árinu er staðfest að við erum komin í tímahrak með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Á jákvæðu nótunum eru tækninýjungar og framþróun sem birtist meðal annars í því að milljónir hafa bæst í hóp þeirra sem nýta hreina endurnýjanlega orku og hundruð milljóna manna eru orðin hluti af fjármálakerfi. Þetta er meðal þess sem fulltrúar Alþjóðabankans, Donna Barne og Divyanshi Wadhwa, draga fram í dagsljósið í áramótauppgjöri þar sem birtar eru fjórtán grafískar myndir um þróunina í heiminum. Þær staldra fyrst við sárafátækt og benda á að þriðjungur jarðarbúa hafi árið 1990 haft tekjur undir fátæktarmörkum, borið minna úr býtum en sem nemur 226 krónur á dag (1,90 Bandaríkjadölum). Á síðustu þremur áratugum hafi hins vegar milljarðar manna lyft sér upp úr fátækt og hjá helmingi þjóða heims sé sárafátækt undir 3%. Þær segja að enn sé verk að vinna því 736 milljónir manna lifi í dag undir fátæktarmörkum og hægt hafi á þessari jákvæðu þróun. Þá benda þær á að sárafátækum fjölgi í Afríku sunnan Sahara og í þeim heimshluta sé að finna 27 af 28 fátækustu ríkjum heims. Allt bendi til þess að sárafátæka verði eingöngu að finna þar í framtíðinni. Fjöldi flóttamanna náði nýjum hæðum á nýliðnu ári, fólk sem þurfti að flýja ofsóknir, átök og ofbeldi, alls 68,5 milljónir. Í grein Alþjóðabankans segir að 40 milljónir séu á vergangi innan eigin lands en 25,4 milljónir flóttamanna séu utan lands. „Þvert ofan í það sem flestir halda eru 85% flóttamanna í heiminum hýstir af þróunarríkjum,“ segir í greininni. Í áramótauppgjörinu kemur fram að 91% íbúa jarðarinnar búi við lítil loftgæði. Vísað er í gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) þar sem fram kemur að í 4300 borgum í 108 ríkjum andi íbúarnir að sér menguðu lofti. Verst er ástandið í löndum við austanvert Miðjarðarhaf og í sunnanverði Asíu. Talið er að 7 milljónir dauðsfalla á ári megi rekja til loftmengunar, innan húss og utan. Ennfremur kemur fram í þessu yfirliti Alþjóðabankans að vannæring barna og vaxtarhömlun tengist ófullnægjandi salernisaðstöðu, auk sem 1,6 milljón dauðsföll megi beinlínis rekja til skorts á þessari lífsnauðsynlegu aðstöðu. Greinin frá Alþjóðabankanum Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Aldrei í sögunni hefur sárafátækt í heiminum mælst jafn lítil og síðasta ár. Flest bendir til þess að sárafátækir einskorðist í framtíðinni við einn heimshluta: sunnanverða Afríku. Aldrei hafa fleiri neyðst til að flýja heimili sín og samkvæmt skýrslu á árinu er staðfest að við erum komin í tímahrak með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Á jákvæðu nótunum eru tækninýjungar og framþróun sem birtist meðal annars í því að milljónir hafa bæst í hóp þeirra sem nýta hreina endurnýjanlega orku og hundruð milljóna manna eru orðin hluti af fjármálakerfi. Þetta er meðal þess sem fulltrúar Alþjóðabankans, Donna Barne og Divyanshi Wadhwa, draga fram í dagsljósið í áramótauppgjöri þar sem birtar eru fjórtán grafískar myndir um þróunina í heiminum. Þær staldra fyrst við sárafátækt og benda á að þriðjungur jarðarbúa hafi árið 1990 haft tekjur undir fátæktarmörkum, borið minna úr býtum en sem nemur 226 krónur á dag (1,90 Bandaríkjadölum). Á síðustu þremur áratugum hafi hins vegar milljarðar manna lyft sér upp úr fátækt og hjá helmingi þjóða heims sé sárafátækt undir 3%. Þær segja að enn sé verk að vinna því 736 milljónir manna lifi í dag undir fátæktarmörkum og hægt hafi á þessari jákvæðu þróun. Þá benda þær á að sárafátækum fjölgi í Afríku sunnan Sahara og í þeim heimshluta sé að finna 27 af 28 fátækustu ríkjum heims. Allt bendi til þess að sárafátæka verði eingöngu að finna þar í framtíðinni. Fjöldi flóttamanna náði nýjum hæðum á nýliðnu ári, fólk sem þurfti að flýja ofsóknir, átök og ofbeldi, alls 68,5 milljónir. Í grein Alþjóðabankans segir að 40 milljónir séu á vergangi innan eigin lands en 25,4 milljónir flóttamanna séu utan lands. „Þvert ofan í það sem flestir halda eru 85% flóttamanna í heiminum hýstir af þróunarríkjum,“ segir í greininni. Í áramótauppgjörinu kemur fram að 91% íbúa jarðarinnar búi við lítil loftgæði. Vísað er í gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) þar sem fram kemur að í 4300 borgum í 108 ríkjum andi íbúarnir að sér menguðu lofti. Verst er ástandið í löndum við austanvert Miðjarðarhaf og í sunnanverði Asíu. Talið er að 7 milljónir dauðsfalla á ári megi rekja til loftmengunar, innan húss og utan. Ennfremur kemur fram í þessu yfirliti Alþjóðabankans að vannæring barna og vaxtarhömlun tengist ófullnægjandi salernisaðstöðu, auk sem 1,6 milljón dauðsföll megi beinlínis rekja til skorts á þessari lífsnauðsynlegu aðstöðu. Greinin frá Alþjóðabankanum Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent