„Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er staðreynd“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 15:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru bæði gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2 á gamlársdag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um umræður um launamál Íslendinga. Bjarni hafði verið spurður í Kryddsíld Stöðvar 2 hvort hann gæti dregið fram lífið á lægstu launum. Bjarni svaraði spurningunni neitandi en spurði í framhaldinu hve margir væru að draga fram lífið á lægsta taxta eingöngu. Bjarni svaraði spurningunni með því að benda á samkvæmt tölum Hagstofunnar væri það 1 prósent af vinnumarkaði sem starfar á 300 þúsund króna lágmarkstaxtanum. Í Facebook-færslunni ítrekar Bjarni að þetta sé ekki sín skoðun heldur staðreynd og vísar í frétt frá Hagstofu Íslands frá því í september í fyrra þar sem bent var á að tæplega helmingur launamanna hefði verið með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017. Þar kemur einmitt fram að 1 prósent hafi verið með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Engu að síður sé ég að einstaka talsmenn launþega stíga fram og þykjast ætla að hrekja þennan málflutning. Það er ýmist gert með því að segja það villandi að tala um þessar staðreyndir og hefja svo umræðu um eitthvað allt annað, grunnlaun, raunlaun eða, líkt og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi hefur nú gert, að hafa rangt eftir mér og fella svo dóm um þá vitleysu. Það er rangt sem Vilhjálmur segir að ég hafi haldið því fram að 1% verkafólks tæki laun eftir lægstu launatöxtum,“ skrifar Bjarni. Hann segir að á árinu 2016 hefði Oxford-orðabókin valið „post-truth“ orð ársins en samkvæmt skilgreiningunni er það lýsing á ástandi þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Er þetta stundum kallað eftirsannleikur á íslensku. Telur sannleikann ekki fá nógu mikið vægi Bjarni segir að samfélagsmiðlar hafi óumdeilt hafi töluverð áhrif á þá breytingu sem vísað er til og stöðugt fréttaflóð geri það freistandi að ná athygli með því sem hreyfir við fólki. „Þeir sem vilja tileinka sér þá aðferðarfræði sem þarf vita að sannleikurinn er sjaldnast sá mælikvarði sem mestu skiptir við mótun almenningsálitsins. Það hvort staðhæfingar eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér engu ef aðrar aðferðir duga til að fá fólk á sitt band – við þær aðstæður víkur sannleikurinn og annað fer að skipta meira máli,“ skrifar Bjarni. Hann bætir við að í upphafi árs sé hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður. „Að við látum vera að deila um staðreyndir – það er nóg annað að taka á um.“ Vilhjálmur telur helming vinnand fólks á lágmarkslaunum Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, ritaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að 50 prósent verkafólks væri með laun undir 300 þúsund krónum í dagvinnu. Vitnaði hann þar í gögn frá Hagstofu Íslands. Þarna vitnar í Vilhjálmur í tölur um dagvinnulaun á meðan Bjarni vitnar í tölur um heildarlaun, þar sem meðal annars yfirvinna og álag er reiknað með. Vilhjálmur segir að um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu sé á lágmarkslaunum samkvæmt tölum um dagvinnulaun. Alþingi Kjaramál Kryddsíld Tengdar fréttir Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um umræður um launamál Íslendinga. Bjarni hafði verið spurður í Kryddsíld Stöðvar 2 hvort hann gæti dregið fram lífið á lægstu launum. Bjarni svaraði spurningunni neitandi en spurði í framhaldinu hve margir væru að draga fram lífið á lægsta taxta eingöngu. Bjarni svaraði spurningunni með því að benda á samkvæmt tölum Hagstofunnar væri það 1 prósent af vinnumarkaði sem starfar á 300 þúsund króna lágmarkstaxtanum. Í Facebook-færslunni ítrekar Bjarni að þetta sé ekki sín skoðun heldur staðreynd og vísar í frétt frá Hagstofu Íslands frá því í september í fyrra þar sem bent var á að tæplega helmingur launamanna hefði verið með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017. Þar kemur einmitt fram að 1 prósent hafi verið með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Engu að síður sé ég að einstaka talsmenn launþega stíga fram og þykjast ætla að hrekja þennan málflutning. Það er ýmist gert með því að segja það villandi að tala um þessar staðreyndir og hefja svo umræðu um eitthvað allt annað, grunnlaun, raunlaun eða, líkt og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi hefur nú gert, að hafa rangt eftir mér og fella svo dóm um þá vitleysu. Það er rangt sem Vilhjálmur segir að ég hafi haldið því fram að 1% verkafólks tæki laun eftir lægstu launatöxtum,“ skrifar Bjarni. Hann segir að á árinu 2016 hefði Oxford-orðabókin valið „post-truth“ orð ársins en samkvæmt skilgreiningunni er það lýsing á ástandi þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Er þetta stundum kallað eftirsannleikur á íslensku. Telur sannleikann ekki fá nógu mikið vægi Bjarni segir að samfélagsmiðlar hafi óumdeilt hafi töluverð áhrif á þá breytingu sem vísað er til og stöðugt fréttaflóð geri það freistandi að ná athygli með því sem hreyfir við fólki. „Þeir sem vilja tileinka sér þá aðferðarfræði sem þarf vita að sannleikurinn er sjaldnast sá mælikvarði sem mestu skiptir við mótun almenningsálitsins. Það hvort staðhæfingar eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér engu ef aðrar aðferðir duga til að fá fólk á sitt band – við þær aðstæður víkur sannleikurinn og annað fer að skipta meira máli,“ skrifar Bjarni. Hann bætir við að í upphafi árs sé hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður. „Að við látum vera að deila um staðreyndir – það er nóg annað að taka á um.“ Vilhjálmur telur helming vinnand fólks á lágmarkslaunum Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, ritaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að 50 prósent verkafólks væri með laun undir 300 þúsund krónum í dagvinnu. Vitnaði hann þar í gögn frá Hagstofu Íslands. Þarna vitnar í Vilhjálmur í tölur um dagvinnulaun á meðan Bjarni vitnar í tölur um heildarlaun, þar sem meðal annars yfirvinna og álag er reiknað með. Vilhjálmur segir að um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu sé á lágmarkslaunum samkvæmt tölum um dagvinnulaun.
Alþingi Kjaramál Kryddsíld Tengdar fréttir Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30