Krytur um Kryddsíld Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 18:41 Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. Vísir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu, segir enga beiðni hafa borist um að ávarp forsætisráðherra yrði fært til að liðka fyrir því að ráðherra kæmist á réttum tíma í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Meintur yfirgangur Ríkissjónvarpsins Skarphéðinn fettir fingur út í leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur, annars ritstjóra Fréttablaðsins sem áður tilheyrði fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, þar sem hún telur RÚVara orðna firrta í ódrengilegri samkeppni á viðkvæmum markaði. „Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu,“ segir meðal annars í pistli Ólafar. Skarphéðinn segir þetta af og frá og hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifanna undir yfirskriftinni: „Staðreyndir vegna upptöku á áramótaávarpi forsætisráðherra“ Þar segir hann að um árabil hafi upptaka á áramótaávarpi forsætisráðherra verið með sambærilegum hætti. „Hefðin sem skapaðist réðst fyrst og fremst af óskum og dagskrá ráðherra og því hefur ávarpið ætíð verið tekið upp strax í kjölfar ríkisráðsfundar sem haldinn er að morgni gamlársdags.“ Áramótaávarp forsætisráðherra er tekið upp á gamlársdag. Engin beiðni hafi borist um breytingar á fyrirkomulagi Dagskrárstjórinn segir jafnframt að í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag og í leiðara Fréttablaðsins í dag sé því ranglega haldið fram að ítrekað hefði verið óskað eftir því við RÚV að þessu fyrirkomulagi yrði breytt og ávarp forsætisráðherra væri tekið upp á öðrum tíma. „Þetta er ekki rétt. Engar beiðnir eða fyrirspurnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa borist RÚV um breytingar á þessu fyrirkomulagi, a.m.k. ekki síðustu ár. Sjálfsagt mál hefði verið að verða við þeirri beiðni að því gefnu að slíkar breytingar féllu að dagskrá ráðherra og að mögulegt væri eftir sem áður að ljúka vinnslu ávarpsins í tæka tíð fyrir birtingu ávarpsins að kvöldi gamlársdags,“ segir í yfirlýsingunni. Skarphéðinn segir jafnframt það hafa verið stefnu RÚV að eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við aðra fjölmiðla eftir því sem við á hverju sinni og kostur gefst til. Eftir því hafi verið unnið og verði áfram gert. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.vísir/gva Jóhanna bað um breytt fyrirkomulag Eitthvað virðist þetta fara á milli mála því Heimir Már Pétursson sjónvarpsmaður, sem hefur verið umsjónarmaður Kryddsíldarinnar lengi, segir að oft hafi, í gegnum tíðina, þess verið farið á leit við RÚV að þeir fyndu annan tíma til upptöku á ávarpi forsætisráðherra. „Öllum er ljóst, eftir að Kryddsíld er búin að vera á dagskrá í 28 ár, að þetta er ekki hentugt. Öllum má ljóst vera að þetta fyrirkomulag á upptöku ávarps hentar hvorki forsætisráðherra hverju sinni né Kryddsíldinni. Þetta kom til tals í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur og mig rekur minni til þess að í minnsta kosti eitt skipti hafi hún óskað eftir því við Ríkisútvarpið að þessum upptökutíma yrði breytt og því var mætt með sinnuleysi,“ segir Heimir Már. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins. Kristín segir Skarphéðinn fara með rangt mál Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi Fréttablaðsins, sem á árunum 2014 til upphafs árs 2018 var aðalritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, eða allt þar til Fjarskipti, nú Sýn, keypti sjónvarpsstöðina í fyrra og rekur nú undir merkjum Sýnar, vísar staðhæfingum Skarphéðins alfarið á bug. Kristín segist sjálf hafa hringt ítrekað í Ríkissjónvarpið; „öll fjögur árin og fór þess á leit að upptökunum yrði hliðrað til svo forsætisráðherrann gæti komist í hina árlegu Kryddsíld ásamt öðrum kollegum sínum úr stjórnmálunum. Orð dagskrárstjórans dæma sig sjálf og eru ekki sannleikanum samkvæmt. Það er hryggilegt að forsvarsmönnum sjálfs Ríkisútvarpsins finnist svona framkoma boðleg,“ segir Kristín og bætir því við að leiðari Ólafar standi.Fréttablaðið, hvar leiðari Ólafar Skaftadóttur birtist og Kristín Þorsteinsdóttir er aðalútgefandi, var hluti af sameinaðri fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis þangað til 1. desember 2017. Fjölmiðlar Kryddsíld Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu, segir enga beiðni hafa borist um að ávarp forsætisráðherra yrði fært til að liðka fyrir því að ráðherra kæmist á réttum tíma í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Meintur yfirgangur Ríkissjónvarpsins Skarphéðinn fettir fingur út í leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur, annars ritstjóra Fréttablaðsins sem áður tilheyrði fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, þar sem hún telur RÚVara orðna firrta í ódrengilegri samkeppni á viðkvæmum markaði. „Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu,“ segir meðal annars í pistli Ólafar. Skarphéðinn segir þetta af og frá og hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifanna undir yfirskriftinni: „Staðreyndir vegna upptöku á áramótaávarpi forsætisráðherra“ Þar segir hann að um árabil hafi upptaka á áramótaávarpi forsætisráðherra verið með sambærilegum hætti. „Hefðin sem skapaðist réðst fyrst og fremst af óskum og dagskrá ráðherra og því hefur ávarpið ætíð verið tekið upp strax í kjölfar ríkisráðsfundar sem haldinn er að morgni gamlársdags.“ Áramótaávarp forsætisráðherra er tekið upp á gamlársdag. Engin beiðni hafi borist um breytingar á fyrirkomulagi Dagskrárstjórinn segir jafnframt að í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag og í leiðara Fréttablaðsins í dag sé því ranglega haldið fram að ítrekað hefði verið óskað eftir því við RÚV að þessu fyrirkomulagi yrði breytt og ávarp forsætisráðherra væri tekið upp á öðrum tíma. „Þetta er ekki rétt. Engar beiðnir eða fyrirspurnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa borist RÚV um breytingar á þessu fyrirkomulagi, a.m.k. ekki síðustu ár. Sjálfsagt mál hefði verið að verða við þeirri beiðni að því gefnu að slíkar breytingar féllu að dagskrá ráðherra og að mögulegt væri eftir sem áður að ljúka vinnslu ávarpsins í tæka tíð fyrir birtingu ávarpsins að kvöldi gamlársdags,“ segir í yfirlýsingunni. Skarphéðinn segir jafnframt það hafa verið stefnu RÚV að eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við aðra fjölmiðla eftir því sem við á hverju sinni og kostur gefst til. Eftir því hafi verið unnið og verði áfram gert. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.vísir/gva Jóhanna bað um breytt fyrirkomulag Eitthvað virðist þetta fara á milli mála því Heimir Már Pétursson sjónvarpsmaður, sem hefur verið umsjónarmaður Kryddsíldarinnar lengi, segir að oft hafi, í gegnum tíðina, þess verið farið á leit við RÚV að þeir fyndu annan tíma til upptöku á ávarpi forsætisráðherra. „Öllum er ljóst, eftir að Kryddsíld er búin að vera á dagskrá í 28 ár, að þetta er ekki hentugt. Öllum má ljóst vera að þetta fyrirkomulag á upptöku ávarps hentar hvorki forsætisráðherra hverju sinni né Kryddsíldinni. Þetta kom til tals í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur og mig rekur minni til þess að í minnsta kosti eitt skipti hafi hún óskað eftir því við Ríkisútvarpið að þessum upptökutíma yrði breytt og því var mætt með sinnuleysi,“ segir Heimir Már. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins. Kristín segir Skarphéðinn fara með rangt mál Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi Fréttablaðsins, sem á árunum 2014 til upphafs árs 2018 var aðalritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, eða allt þar til Fjarskipti, nú Sýn, keypti sjónvarpsstöðina í fyrra og rekur nú undir merkjum Sýnar, vísar staðhæfingum Skarphéðins alfarið á bug. Kristín segist sjálf hafa hringt ítrekað í Ríkissjónvarpið; „öll fjögur árin og fór þess á leit að upptökunum yrði hliðrað til svo forsætisráðherrann gæti komist í hina árlegu Kryddsíld ásamt öðrum kollegum sínum úr stjórnmálunum. Orð dagskrárstjórans dæma sig sjálf og eru ekki sannleikanum samkvæmt. Það er hryggilegt að forsvarsmönnum sjálfs Ríkisútvarpsins finnist svona framkoma boðleg,“ segir Kristín og bætir því við að leiðari Ólafar standi.Fréttablaðið, hvar leiðari Ólafar Skaftadóttur birtist og Kristín Þorsteinsdóttir er aðalútgefandi, var hluti af sameinaðri fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis þangað til 1. desember 2017.
Fjölmiðlar Kryddsíld Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira