Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 19:07 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24
99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06
Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00