Segir algeran jöfnuð óæskilegan Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 10:56 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Vísir/GVA/Vilhelm Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira