Rauði krossinn og Sýn brúa stafræna bilið í Afríku Heimsljós kynnir 7. janúar 2019 16:15 Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn handsala samninginn. Ljósmynd: RK. Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið „Brúun hins stafræna bils.“ Með verkefninu er landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi. Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að Sýn lánar starfsmann með sérþekkingu í upplýsinga- og samskiptatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa í verkefninu. Í frétt frá Rauða krossinum segir að verkefnið sé eitt af langtímaþróunarverkefnum félagsins í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann og það fái einnig stuðning frá utanríkisráðuneytinu, Íslandsbanka, Reiknistofu bankanna og fleiri íslenskum fyrirtækjum. „Við hjá Sýn erum stolt af að geta stutt við mikilvægt hlutverk Rauða krossins með okkar þekkingu og fólki. Stuðningurinn er í takt við áherslur og stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð og að gera það með snjöllum hætti með því að brúa mikilvægt stafrænt bil í ríkjum Afríku fellur mjög vel að okkar starfsemi,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Í mörgum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein nettenging í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða þá að hún er mjög óstöðug,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og bætir við að verkefninu sé meðal annars ætlað að bæta úr þessu. „Það þarf að tryggja betur að hægt sé að senda mikilvægar upplýsingar sem varða hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynleg hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og berist eins skjótt og völ er á,“ segir Atli Viðar og bætir við að mikil ánægja sé hjá Rauða Krossinum með samstarfið við Sýn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið „Brúun hins stafræna bils.“ Með verkefninu er landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi. Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að Sýn lánar starfsmann með sérþekkingu í upplýsinga- og samskiptatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa í verkefninu. Í frétt frá Rauða krossinum segir að verkefnið sé eitt af langtímaþróunarverkefnum félagsins í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann og það fái einnig stuðning frá utanríkisráðuneytinu, Íslandsbanka, Reiknistofu bankanna og fleiri íslenskum fyrirtækjum. „Við hjá Sýn erum stolt af að geta stutt við mikilvægt hlutverk Rauða krossins með okkar þekkingu og fólki. Stuðningurinn er í takt við áherslur og stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð og að gera það með snjöllum hætti með því að brúa mikilvægt stafrænt bil í ríkjum Afríku fellur mjög vel að okkar starfsemi,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Í mörgum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein nettenging í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða þá að hún er mjög óstöðug,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og bætir við að verkefninu sé meðal annars ætlað að bæta úr þessu. „Það þarf að tryggja betur að hægt sé að senda mikilvægar upplýsingar sem varða hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynleg hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og berist eins skjótt og völ er á,“ segir Atli Viðar og bætir við að mikil ánægja sé hjá Rauða Krossinum með samstarfið við Sýn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent