Prófessor útskýrir hvers vegna við segjum sautjánhundruð og súrkál en Færeyingar átjánhundruð og grænkál Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 16:46 Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Getty Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best. Færeyjar Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best.
Færeyjar Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira